![]() Bíðum aðeins með stuttar göngur í heimabyggð en fylgist vel með á facebókarsíðu Göngu Hrólfs
Hellisheiði fram og til baka 19.-20.júní gist á Hótel Örk Santorini 19.-20.júní komin í sölu hjá Vita.is Gangan kringum Valahnjúka sunnudaginn 4.10.tókst vel . Rúmlega 20 Göngu Hrólfar nutu veðurblíðu þegar áðð var í Valabóli eftir smá skúr í upphafi göngunnar. Kálfatjarnarkirkja-Staðarborg 27.9.2020 Um 30 Göngu Hrólfar mættu í blauta en hressandi göngu og skoðuðu minjar við Kálfatjarnakirkju og Staðarborg Haustganga í Búrfellsgjá 5.9. kl 14 Um 20 manns gengu um þenna frábæra stað í blíðskaparveðri. Á bakaleiðinni gáfu margir sér góðan tíma til að tína bláber, það var allt krökkt. Í haust verða stuttar göngur á höfuðborgarsvæðinu sem geta verið ákveðnar með stuttum fyrirvara . Fylgist með. Göngu Hrólfur hyggst fara í stuttar og hressandi gönguferðir á höfuðborgarsvæðinu á haustdögum. Markmiðið er að njóta saman fallegrar náttúru og leita upp áhugaverðan fróðleik um jarðfræði og sögu svæðanna sem farið er um. Þetta geta verið tveggja til fjögurra tíma göngur í rólegum takti. Við skoðum til dæmis Laugardalinn með tilliti til fjölbreyttrar og áhugaverðrar sögu dalsins. Förum um um króka og hliðarstíga í Elliðaárdalnum, göngum etir hinni einstöku og ný friðuðu Búrfellsgjá eða kringum Valahnjúka og skoðum Valaból og hinn sérstæða Músahelli. Fylgist með. Ferðirnar geta verið ákveðnar með stuttum fyrirvara ef veðurspá er hagstæð. Pílagrímaganga frá Munkaþverá til Gása dagana 22-23 ágúst tókst einstaklega vel . Veðrið lék við "pílagrímana" tuttugu og einn sem lögðu af stað meðfram Eyjafjarðará eftir fróðleik um hinn merkilega stað Munkaþverá . Nikulás Bergsson gekk til Rómar um 1150 og skrifaði lýsingu á göngu sinni í ritinu"Leiðarvísir og borgarskipan" hann var ábóti í klaustrinu að Munkaþverá frá 1155-1159. Það var einstakt að ganga meðfram ánni til Akureyrar með blómleg landbúnaðarhéröð og litfagra fjallatoppa á báðar hendur. Einnig var gengið frá Krossanesborgum meðfram ströndinni til Gása. Við gefum okkur að Nikulás hafi tekið far þaðan til Noregs . Síðan fór hann til Danmerkur og hóf göngu sína. Á leiðinni leituðum við uppi fróðleik um ýmsa þá staði sem Nikulás nefnir. Að lokum var gengið um Gásir og fræðst um þennan einstaka verslunarstað miðalda. Rúmlega 50 manns mættu á Þingvelli og gengu í fótspor Hraunfólksins þann 11.7. Veðrið var gott og gangan gekk vel í alla staði, bara heldur mikil fluga. Gangan á slóðir , Innansveitarkróniku og Í túninu heima var farin í blíðskaparveðri þann 27.6 og um 40 manns gengu með Bjarna Bjarnasyni um Mosfellsdalinn. Þann 11.6. var önnur ganga Göngu Hrólfs á heimaslóð sem tókst mjög vel. Gengið frá Dalsá í Mosfellsdal á Helgafell niður í Skammadal og heim að Dalsá þar beið dýrindis grænmetissúpa og heimabakað brauð. Veðrið var gott, ekki dropi úr lofti þó spáð hafi verið rigningu. Um hvítasunnuna gengu um 40 Göngu Hrólfar og pílagrímar umhverfis Mosfell í Grímsnesi. Ellefu manns úr hópnum gistu á ferðaþjónustubænum Seli nóttina áður í góðu yfirlæti og snæddu saman dýrðlegan kvöldverð. Að göngu lokinni bauð Unnur Ása húsráðandi þátttakendum upp á kaffi og pönnukökur og sýndi einstaka gestrisni. |
Göngu-Hrólfur![]() er fumkvöðull á svið gönguferða erlendis. Hann hefur starfað frá 1998 með það markmið að koma til móts við þann stóra hóp sem vill ganga um fjöll og dali erlendis.
Vegna mismunandi áhugamála og getu fólks er boðið upp á mis erfiðar göngur. Í ferðum í hefðbundnum takti er gengið 5-8 tíma á dag og í léttum takti er gengið 2-5 tíma. Göngu-Hrólfur er með “Gönguferðir í þínum takti" Þar sem ekki er gott að ferðast erlendis þessa dagan hefum við einbeitt okkur að styttri gönguferðum innanlands. Ævintýrið byrjaði með spennandi gönguferðum á Majorku síðan hafa Göngu-Hrólfar gengið um fjallastíga Pyreneafjallanna, Krítar, Toscana, Dólómítanna, Tenerife, Gran Canaría, Slóvakíu, Tyrklands, Corfu og Andalúsíu og nú líka á Íslandi. Dagskrá 2021 í vinnslu
Lanzarote 6.-16.júlí. og Santorini 21.sept.-1.okt Dagskrá 2020 Montserrat og fl. þjóðgarðar við Barselóna, Páskar 6.-13.apríl 239.500 uppsellt maí -Nýjung. Pílagrímaganga um Cisa skarðið á milli Liguríu og Appeninafjalla - 25.maí-1.júní verð 249.500 fá sæti laus Júní Gönguferð um Garfagnana í Toscana 1.8.júní verð 219.500 -Sælkeraferð í Garfagnanadalnum 8.-15.júní verð 209.500 Ágúst -Sankti Bernharðsskarðið -pílagrímaganga 25.-31 ágúst verð 269.500 September Gönguferð á Santorini 15.-25 sept. verð : 309.500 Október Pílagrímaganga til Rómar 17.-27.okt. verð 339.500 Stefnum jafnvel að stuttri ferð til Grænlands í haust Göngu Hrólfur tekur að sér að skipuleggja sérferðir á þá staði sem sagt er frá hér á síðunni. Tengiliður vita.is, sportdeild VITA Sport tonsport@vita.is. Umsagnir um ferðir Um gönguferð í Montserrat Mæli með þessari ferð. Fór hana síðustu páska, Ólöf Anna Olafsdottir Frábær ferð mæli með þessari gönguferð. Um gönguferð í Toscana Guðlaug Guðmundsdóttir Þessi ferð er sannkallað ævintýri. Ég mæli með henni Dyggur aðdáandi Halldóra Sigríður Sigurðardóttir Þetta er einstaklega skemmtileg ferð - frábærir fararstjórar og umhverfið engu líkt. Ekki spillir að nánast aldrei þarf að taka upp budduna, allt innifalið. Góða skemmtun í sumar. Kristin Gardarsdottir Mæli með þessari. Allt satt sem Halldóra skrifar hér á undan. Margrét Sigurdardottir Alveg dásamleg ferð í alla staði. Lifi lengi á henni. Um Sælkeragönguferð Þórunn Traustadóttir Mæli 100 % með þessari ferð 😊 Um menningargöngu í nágrenni Flórens Guðlaug Guðmundsdóttir Ég mæli heilshugar með þessari frábæru gönguferð. Um Santorini Hulda Kolbrún Guðjónsdóttir, Ein frábærasta ferð sem ég hef farið í - væri til í að fara aftur Lilja Eyþórsdóttir:" Draumaferðin mín árið 2017. Stórkostleg upplifun - dásamlegar minningar." Kristin Gardarsdottir :Frábær ferð, fór í fyrra og mæli með henni Rifja upp ferð okkar hjóna þarna fyrir þremur árum - ein besta ferð sem við höfum farið í Um Pílagrímaferð til Rómar Sigrún Grétarsdóttir "Frábær ferð og þvílíkur hápunktur þegar við gengum inn í Róm." Hinn upprunalegi Göngu-hrólfurGöngu -Hrólfur sá eini sanni miklli kappi og víkingur var uppi í kringum 900. Samkvæmt okkar heimildum hét hann Hrólfur, sonur Hildar dóttur Hrólfs nokkurs nefju og Rögnvaldar mærajarls . Þess sem fékk að skera hár Haralds konungs hárfagra eftir að Haraldur hafði lagt Noreg undir sig.
Hrólfurvar svo mikill maður vexti að enginn hestur gat borið hann og því gekk hann hvert sem hann fór. Af þessum sökum var hann kallaður Göngu-Hrólfur . Þrátt fyrir að Rögnvaldur jarl væri traustasti stuðningsmaður Haraldar konungs varð Hrólfur fyrir reiði konungs sem gerði hann útlægan úr Noregi . Þá hélt Göngu Hrólfur í víking og herjaði um Frakkland þar sem hann eignaðist mikið jarlsriki .Hann byggði það Norðmönnum og kallaði Normandí. í frönskum heimildum er Göngu Hrólfur þekktur sem Rollo og af ætt hans eru komnir Normandíar,konungar suður Ítalíu og allir konungar og drottningar Englands. Bræður Hrólfs voru þeir Torf Einar sem Orkneyjingar ráku ættir sínar til og Hrollaugur landnámsmaður á Síðu sem síðumenn eru komnir af
|