Fjallastígar Garfagnanadalsins í Toscana 04.-11. júní 2023
Fjallastígar Garfagnanadalsins í Toscana. 04-11..júní 2023
Norðvestur Toscana er af mörgum talið eitt best varðveitta leyndarmál Ítalíu. Þetta afskekkta hérað býður upp á einstaklega fjölbreytta náttúrufegurð. Það eru liðin rúm 20 ár síðan Göngu Hrólfur bauð fyrst upp á gönguferð á þennan spennandi stað. Þá var gist nokkra daga í fjallaskála í Puntadodalnum í Apuan ölpunum. Nú er gengið upp í þennan heillandi dal í nýrri ferð á þessar slóðir. Lögð er áhersla að kynnast héraðinu og fólkinu sem best. Fyrstu þrjár næturnar er gist á La Baita í fjallabænum Corfino hjá vinum okkar þeim Roberto, Möru og Martinu. Bærinn er í útjaðri Orecchiella-friðlandsins. Mjög takmörkuð byggð er í garðinum en dýralíf og blómskrúð því fjölbreyttara. Þar er gengið upp á bæjarfjallið Pania di Corfino og gamlar fjárhirðabyggðir heimsóttar. Þá er haldið til bæjarins Barga sem valinn hefur verið fallegasti miðaldabær Ítalíu, gist verður tvær nætur á hótel La Pergola og farið í skemmtilega gönguferð um nágrennið. Farið er til Borgo a Mozzano og gengið heim að bænum Moceda til að bragða á vínframleiðslunni. Þá er einn daginn hádegisverður á mjög sérstæðum veitingastað Il Veccio Mulino í bænum Castelnuovo di Garfagnana. Síðasti gististaðurinn í ferðinni er eyðiþorpið Capanne di Careggine sem er hátt uppi í fjöllum í hjarta Apuan Alpanna. Þar er gist í gömlum uppgerðum húsum, La Ceragetta resort og gengið upp í eyðidalinn Puntado. Farið er um stífluna og eyði bæinn Isola Santa og komið við í aflögðum marmaranámum. Dagur 1 Keflavík- Corfino Flogið er frá Keflavík og lent á flugvellinum í Mílanó klumman 22.00 kvöldið. Síðan er ekið eins og leið liggur til þorpsins Corfino (860m), um 4 tíma ferð. það verður nokkuð liðið á nóttina þegar þangað er komið er á áfangastað. Af torgi bæjarins er frábært útsýni yfir Garfagnanadalinn. Á gistiheimilinu La Baita, þar sem gist verður næstu þrjár nætur taka Roberto, Mara og dóttir þeirra Martina vel á móti hópnum þó komið verði fram á nótt. Hótelið er í útjaðri þjóðgarðsins Orecchiella og við rætur fjallsins Pania di Corfino (1606m). http://albergolabaita.com/index/html Dagur 2. Gengið frá Corfino upp á fjallsengi til Campaniana Við tökum því rólega um morguninn. Eftir síðbúinn morgunverð er gengið frá hótelinu eftir fornum stígum sem voru lagðir af fjárhirðum sem fluttu hjarðir sínar upp á fjallsengin á vorin. Þeir bjuggu í fjárhirðaþorpinu Campaiana yfir sumarið og gættu hjarðarinnar. Þar á engjunum breiðum við úr dúknum og snæðum ljúffengan lautarverð. Eftir matinnn er haldið aðra leið til baka framhjá hinum spennandi brunni Fonte dell ‘Amore. Gengið er í um sex klukkustundir. Hækkun 600m, lækkun 600m Dagur 3. Upp á topp á Pania de Corfino Í dag er haldið frá La Baita að fjárhirðaseljunum í Pruno, en þeim hefur nú verið breytt í sumarhús. Þarna undir vesturhlíðum Pania di Corfino í útjaðri Orecchiella - friðlandsins virðast fjallshlíðarnar ókleifar. En í skriðunum leynist skemmtilegur stígur upp á fjallið sem við leitum uppi og höldum alla leið upp á topp (1606m). Þaðan er einstakt útsýni yfir Garfagnanadalinn og yfir til Apuan-alpanna. Eftir ljúffengan lautarverð er haldið niður af fjallinu eftir þægilegum stíg sem er umvafinn björtum beykitrjáum. Gengið í um sex klukkustundir. Hækkun og lækkun um 750http://albergolabaita.com/index/html Dagur 4 Castelnuovo og Barga.
Það er komið að því að yfirgefa La Baita og smábæinn Corfino. Áður en við kveðjum förum við í skemmtilega göngu um þröngar götur og torg þar sem Róberto hótelstjóri segir frá áhugaverðum þáttum í sögu bæjarins og íbúa hans. Þá er haldið til “Castelnuovo” sem er aðal verslunar- og viðskiptamiðstöð dalsins. Þar gefst smá tími til að skoða sig um í bænum og jafnvel versla áður er haldið á hinn sérstæða veitingastað “Il Vecchio Mulino” (Gamla myllan) þar sem bragðað er á framleiðslu héraðsins. Eftir ljúffenga máltíð er haldið til hins fallega miðaldabæjar Barga(45 mín akstur). Nýlega hefur „The Italian Touring Club“veitt bænum appelsínugulan fána sem tákn um að hann sé besti miðaldabær á Ítalíu“ Þegar við höfum skráð okkur á hótel La Pergola er farið í stutta gönguferð um Barga og endað á útsýnisstoppi við San Cristoforo kirkjunni sem er merkilegasta miðaldakirkja svæðisins. Í Barga er fjöldinn allur af áhugaverðum veitingahúsin svo að þessu sinni er kvöldmaturinn á eigin vegum. Gist á hótel Pergola. https://www.hotel-lapergola.eu/ Dagur 5. Dalurinn umhverfis Barga,vínsmökkun og saffran ræðsla.. Í dag göngum við frá hótelin og höldum eftir þægilegum stígum um sveitirnar umhverfis Barga og fræðumst um þetta fallega og sögufræga hérað. Á leiðinni er stoppað á sveitabænum Filecchio þar sem við fáum upplýsingar um saffran ræktun, njótum léttra veitinga og brögðum á vínframleiðslu staðarins. Þegar líður á gönguna sést til Apuan Alpanna sem ramma Garfagnanadalurinn af í suðri en í norðri er svo Appenínafjallgaðurinni. Síðar í ferðinni liggur leiðin yfir í Apuan Alpana sem eru spennandi kalksteins- og marmarafjöll með mörgum frægum marmaranámum. Gengið ca.4 tíma hækkun og lækkun um 400 m. Kvöldverður og gisting hótel Pergola. https://www.hotel-lapergola.eu/ Dagur 6 Vínsmökkun,dalir og vínekrur. Haldið með rútu til Borgo a Mozzano sem er í neðri hluta Garfagnanadalsins. Þar skoðum við hina einstöku djöflabrú, Il Ponte del Diavolo, sem á að hafa verið reist með hjálp djöfulsinns. Haldið er gegnum bæinn framhjá fallegri millu og kirkju að vín- og ólífubúgarðinum Macea. Þar stunda miklir hugsjónamenn lífræna ræktun af eldmóð. Vínið er unnið úr sérstökum þrúgunum og einstaklega gott, Við fáum að bragða á því með léttri máltíð. Eftir notalega heimsókn er hópnum ekið upp í eyðiþorpið Capanne di Careggine sem er í hjarta Apuan Alpanna. Þar hefur nokkrum húsanna verið breytt í skemmtilegt gistiheimili. Góð aðstaða er í húsunum og íbúarnir snæða þar morgunmat en kvöldmatur verður á veitingastað skammt frá. Þeir sem vilja geta tekið sundsprett fyrir matinn. Þægileg ganga 2-3 tímar hækkun ca.200m. Gist: La Ceragetta resort https://www.casevacanzalaceragetta.it/ Dagur 7. Puntato hringur
Við höldum gangandi niður úr þorpinu að vatninu Isola Santa, það er í raun uppistöðulón því fyrir um 60 árum var þorpinu Isola Santa sökt vegna stíflugerðar. Eftir að hafa skoðað okkur um og fræðst um sögu staðarins er haldið upp í móti og stefnt á annað eyðiþorp Col di Favilla. Það er sérstætt að sjá hvernig hrunin og yfirgefin húsin standa á mjóum fjallshrygg. Brátt erum við komin inn í úfið landslag kalksteinsfjallanna þar sem finna má fjölmargar marmaranámur, kastaníu- og beikiskóga, gömul engi og merki um fornan seljabúskap. Lokatakmark okkar er dalurinn Puntato sem er í 1000 metra hæð. Þar dvöldu áður um 400 manns á sumrin með búfé sitt. Nú eru sum húsanna nýtt sem sumarhús og fjallaskálar. Við göngu framhjá einum þeirra Rifugio La Quiete. Á hæð, við kirkju staðarins breiðum við úr dúknum og njótum sérstæðs andrúmslofts staðarins. Síðan er haldið til baka að Isola Santa og upp til Ceragetta, framhjá gömlum marmaranámum og millu. Göngutími ca 6 klst. Hækkun /lækkun 800 m lengd 10 km. Dagur 8. Heimferðardagur Frjáls morgum við sundlaugina, um miðjan dagin n er lagt af stað til Mílano til að vera komin í góðum tíma áður en flogið verður heim kl 23.00. Fararstjóri Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður Matteo Zambone
Innifalið:Allur flutningur 7 morgunverðir,5 kvöldverðir, 3 hádegisverðir á veitingastað/sveitabæ, 3 piknik hádegisverðir, 2x vínsmökkun, 1x kynning á saffranræktun. Íslenskur fararstjóri innlendur leiðsögumaður.
Norðvestur Toscana er af mörgum talið eitt best varðveitta leyndarmál Ítalíu. Þetta afskekkta hérað býður upp á einstaklega fjölbreytta náttúrufegurð. Það eru liðin rúm 20 ár síðan Göngu Hrólfur bauð fyrst upp á gönguferð á þennan spennandi stað. Þá var gist nokkra daga í fjallaskála í Puntadodalnum í Apuan ölpunum. Nú er gengið upp í þennan heillandi dal í nýrri ferð á þessar slóðir. Lögð er áhersla að kynnast héraðinu og fólkinu sem best. Fyrstu þrjár næturnar er gist á La Baita í fjallabænum Corfino hjá vinum okkar þeim Roberto, Möru og Martinu. Bærinn er í útjaðri Orecchiella-friðlandsins. Mjög takmörkuð byggð er í garðinum en dýralíf og blómskrúð því fjölbreyttara. Þar er gengið upp á bæjarfjallið Pania di Corfino og gamlar fjárhirðabyggðir heimsóttar. Þá er haldið til bæjarins Barga sem valinn hefur verið fallegasti miðaldabær Ítalíu, gist verður tvær nætur á hótel La Pergola og farið í skemmtilega gönguferð um nágrennið. Farið er til Borgo a Mozzano og gengið heim að bænum Moceda til að bragða á vínframleiðslunni. Þá er einn daginn hádegisverður á mjög sérstæðum veitingastað Il Veccio Mulino í bænum Castelnuovo di Garfagnana. Síðasti gististaðurinn í ferðinni er eyðiþorpið Capanne di Careggine sem er hátt uppi í fjöllum í hjarta Apuan Alpanna. Þar er gist í gömlum uppgerðum húsum, La Ceragetta resort og gengið upp í eyðidalinn Puntado. Farið er um stífluna og eyði bæinn Isola Santa og komið við í aflögðum marmaranámum. Dagur 1 Keflavík- Corfino Flogið er frá Keflavík og lent á flugvellinum í Mílanó klumman 22.00 kvöldið. Síðan er ekið eins og leið liggur til þorpsins Corfino (860m), um 4 tíma ferð. það verður nokkuð liðið á nóttina þegar þangað er komið er á áfangastað. Af torgi bæjarins er frábært útsýni yfir Garfagnanadalinn. Á gistiheimilinu La Baita, þar sem gist verður næstu þrjár nætur taka Roberto, Mara og dóttir þeirra Martina vel á móti hópnum þó komið verði fram á nótt. Hótelið er í útjaðri þjóðgarðsins Orecchiella og við rætur fjallsins Pania di Corfino (1606m). http://albergolabaita.com/index/html Dagur 2. Gengið frá Corfino upp á fjallsengi til Campaniana Við tökum því rólega um morguninn. Eftir síðbúinn morgunverð er gengið frá hótelinu eftir fornum stígum sem voru lagðir af fjárhirðum sem fluttu hjarðir sínar upp á fjallsengin á vorin. Þeir bjuggu í fjárhirðaþorpinu Campaiana yfir sumarið og gættu hjarðarinnar. Þar á engjunum breiðum við úr dúknum og snæðum ljúffengan lautarverð. Eftir matinnn er haldið aðra leið til baka framhjá hinum spennandi brunni Fonte dell ‘Amore. Gengið er í um sex klukkustundir. Hækkun 600m, lækkun 600m Dagur 3. Upp á topp á Pania de Corfino Í dag er haldið frá La Baita að fjárhirðaseljunum í Pruno, en þeim hefur nú verið breytt í sumarhús. Þarna undir vesturhlíðum Pania di Corfino í útjaðri Orecchiella - friðlandsins virðast fjallshlíðarnar ókleifar. En í skriðunum leynist skemmtilegur stígur upp á fjallið sem við leitum uppi og höldum alla leið upp á topp (1606m). Þaðan er einstakt útsýni yfir Garfagnanadalinn og yfir til Apuan-alpanna. Eftir ljúffengan lautarverð er haldið niður af fjallinu eftir þægilegum stíg sem er umvafinn björtum beykitrjáum. Gengið í um sex klukkustundir. Hækkun og lækkun um 750http://albergolabaita.com/index/html Dagur 4 Castelnuovo og Barga.
Það er komið að því að yfirgefa La Baita og smábæinn Corfino. Áður en við kveðjum förum við í skemmtilega göngu um þröngar götur og torg þar sem Róberto hótelstjóri segir frá áhugaverðum þáttum í sögu bæjarins og íbúa hans. Þá er haldið til “Castelnuovo” sem er aðal verslunar- og viðskiptamiðstöð dalsins. Þar gefst smá tími til að skoða sig um í bænum og jafnvel versla áður er haldið á hinn sérstæða veitingastað “Il Vecchio Mulino” (Gamla myllan) þar sem bragðað er á framleiðslu héraðsins. Eftir ljúffenga máltíð er haldið til hins fallega miðaldabæjar Barga(45 mín akstur). Nýlega hefur „The Italian Touring Club“veitt bænum appelsínugulan fána sem tákn um að hann sé besti miðaldabær á Ítalíu“ Þegar við höfum skráð okkur á hótel La Pergola er farið í stutta gönguferð um Barga og endað á útsýnisstoppi við San Cristoforo kirkjunni sem er merkilegasta miðaldakirkja svæðisins. Í Barga er fjöldinn allur af áhugaverðum veitingahúsin svo að þessu sinni er kvöldmaturinn á eigin vegum. Gist á hótel Pergola. https://www.hotel-lapergola.eu/ Dagur 5. Dalurinn umhverfis Barga,vínsmökkun og saffran ræðsla.. Í dag göngum við frá hótelin og höldum eftir þægilegum stígum um sveitirnar umhverfis Barga og fræðumst um þetta fallega og sögufræga hérað. Á leiðinni er stoppað á sveitabænum Filecchio þar sem við fáum upplýsingar um saffran ræktun, njótum léttra veitinga og brögðum á vínframleiðslu staðarins. Þegar líður á gönguna sést til Apuan Alpanna sem ramma Garfagnanadalurinn af í suðri en í norðri er svo Appenínafjallgaðurinni. Síðar í ferðinni liggur leiðin yfir í Apuan Alpana sem eru spennandi kalksteins- og marmarafjöll með mörgum frægum marmaranámum. Gengið ca.4 tíma hækkun og lækkun um 400 m. Kvöldverður og gisting hótel Pergola. https://www.hotel-lapergola.eu/ Dagur 6 Vínsmökkun,dalir og vínekrur. Haldið með rútu til Borgo a Mozzano sem er í neðri hluta Garfagnanadalsins. Þar skoðum við hina einstöku djöflabrú, Il Ponte del Diavolo, sem á að hafa verið reist með hjálp djöfulsinns. Haldið er gegnum bæinn framhjá fallegri millu og kirkju að vín- og ólífubúgarðinum Macea. Þar stunda miklir hugsjónamenn lífræna ræktun af eldmóð. Vínið er unnið úr sérstökum þrúgunum og einstaklega gott, Við fáum að bragða á því með léttri máltíð. Eftir notalega heimsókn er hópnum ekið upp í eyðiþorpið Capanne di Careggine sem er í hjarta Apuan Alpanna. Þar hefur nokkrum húsanna verið breytt í skemmtilegt gistiheimili. Góð aðstaða er í húsunum og íbúarnir snæða þar morgunmat en kvöldmatur verður á veitingastað skammt frá. Þeir sem vilja geta tekið sundsprett fyrir matinn. Þægileg ganga 2-3 tímar hækkun ca.200m. Gist: La Ceragetta resort https://www.casevacanzalaceragetta.it/ Dagur 7. Puntato hringur
Við höldum gangandi niður úr þorpinu að vatninu Isola Santa, það er í raun uppistöðulón því fyrir um 60 árum var þorpinu Isola Santa sökt vegna stíflugerðar. Eftir að hafa skoðað okkur um og fræðst um sögu staðarins er haldið upp í móti og stefnt á annað eyðiþorp Col di Favilla. Það er sérstætt að sjá hvernig hrunin og yfirgefin húsin standa á mjóum fjallshrygg. Brátt erum við komin inn í úfið landslag kalksteinsfjallanna þar sem finna má fjölmargar marmaranámur, kastaníu- og beikiskóga, gömul engi og merki um fornan seljabúskap. Lokatakmark okkar er dalurinn Puntato sem er í 1000 metra hæð. Þar dvöldu áður um 400 manns á sumrin með búfé sitt. Nú eru sum húsanna nýtt sem sumarhús og fjallaskálar. Við göngu framhjá einum þeirra Rifugio La Quiete. Á hæð, við kirkju staðarins breiðum við úr dúknum og njótum sérstæðs andrúmslofts staðarins. Síðan er haldið til baka að Isola Santa og upp til Ceragetta, framhjá gömlum marmaranámum og millu. Göngutími ca 6 klst. Hækkun /lækkun 800 m lengd 10 km. Dagur 8. Heimferðardagur Frjáls morgum við sundlaugina, um miðjan dagin n er lagt af stað til Mílano til að vera komin í góðum tíma áður en flogið verður heim kl 23.00. Fararstjóri Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður Matteo Zambone
Innifalið:Allur flutningur 7 morgunverðir,5 kvöldverðir, 3 hádegisverðir á veitingastað/sveitabæ, 3 piknik hádegisverðir, 2x vínsmökkun, 1x kynning á saffranræktun. Íslenskur fararstjóri innlendur leiðsögumaður.