Gönguferðir erlendis og á Íslandi
  • Fréttir
  • Montserrat
  • PPílagrímaganga Sarzana til Lucca
  • Toscana
  • Róm síðustu 125 km
  • Santorini
  • Áhugaverðar gönguferðir
    • Flórens
    • Cisaskarðið pílagrímaganga
    • Sælkeraferð
    • Pyreneafjöll
    • Santi Bernharðsskarð
    • Majorka
    • Krít
    • Lucca-Siena
    • Vín-ganga
  • Blog
  • Göngur á Íslandi 2020-21
    • Lýsing á Íslenskum gönguferðumi 2020-21
    • Gönguferðir á Íslandi 2021 >
      • Hellisheiði 19.20.jún 2021
      • Pílagrímaganga Bær Borgarfirði 24.-25.júlí
    • Hraunfólkið Þingvöllum
    • Kálfatjarnarkirkja-Staðarborg
    • Munkaþverá -Gásar
    • Valahnjúkar
    • Stuttar haustgöngur >
      • Búrfellsgjá 5.9. kl 14.00
  • Póstlisti
  • Hugmynir og erfiðleikastig

Pílagrímaganga Bæ Borgarfirði 24.-25 júlí 

Picture
Pílagrímaganga frá Bæ í Borgarfirði í Skorradal dagana 24.og 25.júlí með gistingu í Reykholti.
Skömmu eftir kristnitöku var fyrsta klaustur landsins stofnað að Bæ í Bæjarsveit árið 1030. Það gerði enskur biskup Rúðólfur eða Hróðólfur en hann var frændi Játvarðs Bretakonungs hins helga. Hann stofnaði  fyrsta skóla landsins og innleiddi latneskt letur í stað rúna. Mun hann á þessum árum hafa verið talinn yfirmaður kristinnar kirkju á Íslandi.
Undanfarin ár hefur hópur pílagríma gengið frá Bæ að Skálholti í tengslum við Skálholtshátíð á um viku tíma. Hópurinn hefur líka staði fyrir uppsetningu  upplýsingaskilta á lykilstöðum og merkingu leiðarinnar.
Við stefnum að því að ganga  brot af þessari leið dagana 24.-25. júlí.
 Fyrsta daginn verður gengið frá Bæ um Fossatún og aftur að Bæ um 8-12 km. Ekki er mikil hækkun á leiðinni en landið er víða þýft og nokkuð ógreiðfært. Annan daginn verður ekið að Lundi í Lundareykjadal og gengið þaðan um 12-14 km leið að Fitjum í Skorradal. Hækkun  um 300 metrar.
Þeir sem vilja geta bókað sig  á hótel Reykholt  þann 24.7  en það er einni hægt að fara heim á milli. Hótelið býður gistingu í  standard eins manns  herbergi  á 17.200 kr. og standard tveggja manna herbergi á 19.500 kr. Morgunmatur, wifi og aðgangur að spa innifalið í verði.
 Þeir sem vilja gista á hótelinu þurfa að bóka sig þar fyrir 18.júní og taka fram að það sé á vegum Steinunnar Göngu Hrólfs.
Fólk kemur sér sjálft að Bæ og síðan að Reykholti og þaðan næsta dag að Lundi en rúta mun flytja hópnum frá Fitjum að Lundi þar sem bílarnir bíða.  Verð fyrir skipulagningu, leiðsögn og rútuferð er 6000 á dag, 12.000 fyrir báða dagana.                 
 Lágmarks þátttaka er 10 manns. Sjá nánari ferðatilhögun í viðhengi. Nánari upplýsingar.  steinunnf50@gmail.com
  Ferðatilhögum:
 24. júlí. Bær-Fossatún -Bær      Hópurinn safnast saman við kirkjuna á Bæ kl 10:30
Frá Bæ er gengið eftir gamalli leið sem nýlega hefur verið stikuð.  Haldið er um mela og móa eftir nokkuð þýfðri og stundum nokkuð ógreinilegri leið að Grímsá.  Síðan er haldið meðfram ánni að Fossatúni þar sem verið hefur mikil ferðaþjónustu uppbygging. Þar er hægt að stoppa og fá sér hressingu áður en haldið verður áfram eftir malarvegi og stuttan spöl eftir hestaslóð meðfram veginum og að Bæ. Siðan er haldið í gistingu í Reykholti eða aftur heim.                                                                                                                                                                                                                   Þetta er um 12-13 km leið og gera má ráð fyrir um fjórum-fimm tímum í gönguna með stoppum. (Ath hægt er að millifæra bíla að Fossatúni en gangan þangað eru um 7 km.)
 25.júlí. Lundur -Fitjar    Eftir góðan morgunverð er hótelið kvatt og ekið að Lundi í Lundreykjadal.  Sagnir herma að þar  hafi verið heiðið hof og að öllum líkindum kirkja frá 11 öld. Í Skarðsbók segir að Rúðólfur hafi búið að Lundi og stofnað til munklífis einn vetur áður en hann settist að á Bæ með munkum sínum.   Austar í dalnum er svonefnd Krosslaug, samkvæmt Kristni sögu létu Vestlendingar skíra sig þar í heitri laug eftir kristnitökuna árið 1000. Núverandi kirkja var vígð 1963.
Frá Lundi er áætlað að leggja af stað kl 10:30 Þar er hægt að leggja bílum og ganga yfir dalinn og í Skorradal um Skorradalsháls. Einnig er hægt að hefja gönguna við Snartastaði sem er handan árinnar. Síðasta spölinn heim að Fitjum er gengið eftir malarvegi.
Að Fitjum er lítil bændakirkja sem byggð var 1896-97 sem útkirkja frá Lundi. Árið 1997 var haldið upp á aldarafmæli kirkjunnar með nýrri altaristöflu eftir Þóreyju Magnúsdóttur (Æju. Gangan er 12-14 km og 3-400 metra hækkun.                                                                                                 Gera má ráð fyrir 5-6 tímum í gönguna með stoppum. Um fimm leitið eftir að hópurinn hefur skoðað staðinn undir leiðsögn Huldu Guðmundsdóttur skógarbónda verður hann sóttur af rútu sem flytur hann að bílunum og hver ekur síðan til síns heima.
Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
  • Montserrat
  • PPílagrímaganga Sarzana til Lucca
  • Toscana
  • Róm síðustu 125 km
  • Santorini
  • Áhugaverðar gönguferðir
    • Flórens
    • Cisaskarðið pílagrímaganga
    • Sælkeraferð
    • Pyreneafjöll
    • Santi Bernharðsskarð
    • Majorka
    • Krít
    • Lucca-Siena
    • Vín-ganga
  • Blog
  • Göngur á Íslandi 2020-21
    • Lýsing á Íslenskum gönguferðumi 2020-21
    • Gönguferðir á Íslandi 2021 >
      • Hellisheiði 19.20.jún 2021
      • Pílagrímaganga Bær Borgarfirði 24.-25.júlí
    • Hraunfólkið Þingvöllum
    • Kálfatjarnarkirkja-Staðarborg
    • Munkaþverá -Gásar
    • Valahnjúkar
    • Stuttar haustgöngur >
      • Búrfellsgjá 5.9. kl 14.00
  • Póstlisti
  • Hugmynir og erfiðleikastig