Majorka.
Gönguferð í “hefðbundnum takti” Erfiðleikastuðull 2 fjöll Er ekki á dagskrá 2019 en hægt að skipuleggja f hóp
Mallorca hefur lengi verið mjög vinsæl til gönguferða, enda kemur þessi einstaka eyja sífellt á óvart. Hún hefur upp á ótal margt að bjóða, ekki bara sólarstrendur og strandlíf. Náttúrufegurð er einstök, þjóðlíf og menning eru afskaplega fjölbreytt, viðmót Mallorcabúa elskulegt við nánari kynni og veðrið í maí eins og best verður á kosið. Gengið verður á pílagrímastígum, í fótspor smyglara og eftir einstaklega fagurlega lögðum stíg sem erkihertoginn af Austurríki lét leggja efst á fjallsbrúnunum svo hann gæti riðið þar á hesti sínum og notið útsýnisins.
Gist verður í pílagrímaklaustrinu Lluc og strandbænum Puerto Soller sem er undir hæsta fjalli eyjarinnar Puig Major (1450 m.y.s.) Lluc er helgasti staðu Majorkubúa flestir bæir á Majorku efna til pílagrímaferðar þangað einu sinni á ári. Farið verður í styttri eða lengri gönguferðir í nágrenni þessarta tveggja staða eftir stígum sem gerðir hafa verið af smyglurum, pílagrímum eða erkihertoga, svo nokkuð sé nefnt
1. dagur: Ekið frá flugvellinum í Palma til Lluc
Ekið rakleiðis frá flugvellinum í Palma til Lluc. Klaustrið í Lluc er einhver helgasti staður Majorkubúa og flestir bæir á Majorku efna til pílagrímaferðar þangað einu sinni á ári til að votta Maríu guðsmóður virðingu sína. Klaustursvæðið (5oo mys) er umlukið hæstu fjöllum eyjarinnar og þar er einstaklega fallegt og friðsælt. Ef tími gefst til er gaman að skoða sig um á staðnum. Þar liggur bænaleið upp á litla hæð með krossi frá Jerúsalem og þaðan er fallegt útsýni yfir klaustrið og landið í kring. Einnig er skemmtilegur grasagarður við klaustrið og áhugaverð sýning um náttúru og dýralíf í fjöllunum.
Dagur 2 - Útivistarsvæði Lluc Pílagrímastígur og Caimari
Umhverfi klaustursins er fjölbreytt og friðsælt með fallegum jurtagarði og skemmtilegu útivistasvæði með góðum stígum og sérkennilegum klettamyndunum. Þarna er gaman að ganga og skoða ævintýralegt landslagið. Síðan er stefnan tekin á litla fjallabæinn Caimari. Þangað er 2-2 ½ klst. ganga eftir fagurlega hellulögðum stíg sem pílagrímar lögðu fyrr á öldum og er notaður af þeim enn þann dag í dag. Eftir að hafa skoðað þorpið, fræðst um ólívurækt og ólívuvinnslu svæðisins er gott að slökkva þorstann á þorpskránni áður en haldið er með rútu til baka til Lluc.
3. dagur: Masanella (1352 mys.) hækkun 800 m Gengið 12 km
Á fjallinu er enginn stígur aðeins rauðir punktar og örlitlar vörður sem marka leiðina. Fyrst er gengið í skjóli furu og eikartrjáa en þegar komið er upp fyrir skógarmörk verður undirlagið grýttara en útsýnið æ fegurra. Upp á toppi er það hreint frábært og við blasir hrjóstrugasta og villtasta svæði eyjarinnar. (Erfiðleikastuðull dagsins 2 fjöll+).
4. dagur: Smyglarastígur, hækkun 300 m. Gengið um 16 km
Þennan dag er Lluc yfirgefið og haldið akandi niður í víkina Cala Tuent. Gengið er eftir fagurlega lögðum stíg sem var gerður af smyglurum fyrr á öldinni. Hann er hátt upp í fjalshlíðinni með útsýni yfir blágrænan sjóinn. Leiðin liggur um hin undurfargra Baltixdal. Í dalbotninum er býlið Baltix de Baix. Þar er hægt að kaupa ýmsar heimatilbúnar afurðir m.a. frískandi appelsínusafa til að svala þorstanum. Göngunni lýkur í bænum Puerto Soller þar sem gist verður næstu 4 nætur. (Erfiðleikastuðull dagsins 2 fjöll). Puerto Soller stendur vikð undurfagra vík undir Puic Major (1450 y.s.m.), hæsta fjalli eyjarinnar.
5. dagur: Bærinn Fornalux, hækkun 150 m. Gengið 14. Km
Farið með opinni lest til Soller (ca 15 mín.) og gengið til fjallabæjarins Biniaraix og þaðann eftir gömlum vegi til Fornalux. Þetta er fallegur bær með þröngum götum og stígum enda er hann Evrópu friðaður. Síðan er haldið um appelsínuakra aftur til bæjarinns Puerto Soller. (Erfiðleikastuðull dagsins 1-2 fjöll).
6.. dagur: Hertogastígur, hækkun 600 m. Gengið um 14 km
Farið er með rútu til Valldemosa, þaðan er gengið upp í hæðirnar fyrir ofan bæinn. Haldið er efir stíg sem var lagður eftir snarbröttum brúnum fjallsins Fontanellas (874 mys.) svo erkihertoginn af Austurríki, Ludvig Salvador, gæti riðið þar á hestinum sínum. Hann tók ástfóstri við eyjuna og bjó nálægt Valldemosa í um 40 ár. Farið er um berangurslega hásléttuna eftir vel gerðum stígum sem liggja gegnum kyrkingslegan gróðurinn. Brátt blasir við fagurt útsýni yfir klettótta norðurströndina sem og slétturnar á suðurhluta eyjarinnar. Lokatakmarkið er fjallið Teix (1062 mys.). Þeir sem vilja fá tækifæri til að skoða klaustrið í Valldemosa þar sem Chopin og George Sand bjuggu í nokkra mánuði veturinn 1838. (Erfiðleikastuðull dagsins 2 fjöll+).
7. dagur: Deya og Deya víkin, hækkun 350 m. Gengið um 14 km
Haldið er eftir gamalli þjóðleið til bæjarinns Deya sem er ein af perlum Mallorca og þaðan niður í litlu víkina Cala de Deya. Þar eru gömul og ný bátaskýli og örlítil strönd þar sem hægt er að sleikja sólina um stund. Bærinn Deya er rómaður fyrir fegurð enda hafa fjölmargir listamenn sest þar að og gert garðinn frægann. Þar bjó Robert Grave sem skifaði ,,Ég Kládíus” og Kirk Douglas hefur búið þar. Farið verður til baka með áætlunarbíl til Puerto Soller (20 km). (Erfiðleikastuðull dagsins 1 fjall+).
8. dagur: Heimferð
Ekið með hópferðabíl til Palma og haldið heim á leið
Gist verður í pílagrímaklaustrinu Lluc og strandbænum Puerto Soller sem er undir hæsta fjalli eyjarinnar Puig Major (1450 m.y.s.) Lluc er helgasti staðu Majorkubúa flestir bæir á Majorku efna til pílagrímaferðar þangað einu sinni á ári. Farið verður í styttri eða lengri gönguferðir í nágrenni þessarta tveggja staða eftir stígum sem gerðir hafa verið af smyglurum, pílagrímum eða erkihertoga, svo nokkuð sé nefnt
1. dagur: Ekið frá flugvellinum í Palma til Lluc
Ekið rakleiðis frá flugvellinum í Palma til Lluc. Klaustrið í Lluc er einhver helgasti staður Majorkubúa og flestir bæir á Majorku efna til pílagrímaferðar þangað einu sinni á ári til að votta Maríu guðsmóður virðingu sína. Klaustursvæðið (5oo mys) er umlukið hæstu fjöllum eyjarinnar og þar er einstaklega fallegt og friðsælt. Ef tími gefst til er gaman að skoða sig um á staðnum. Þar liggur bænaleið upp á litla hæð með krossi frá Jerúsalem og þaðan er fallegt útsýni yfir klaustrið og landið í kring. Einnig er skemmtilegur grasagarður við klaustrið og áhugaverð sýning um náttúru og dýralíf í fjöllunum.
Dagur 2 - Útivistarsvæði Lluc Pílagrímastígur og Caimari
Umhverfi klaustursins er fjölbreytt og friðsælt með fallegum jurtagarði og skemmtilegu útivistasvæði með góðum stígum og sérkennilegum klettamyndunum. Þarna er gaman að ganga og skoða ævintýralegt landslagið. Síðan er stefnan tekin á litla fjallabæinn Caimari. Þangað er 2-2 ½ klst. ganga eftir fagurlega hellulögðum stíg sem pílagrímar lögðu fyrr á öldum og er notaður af þeim enn þann dag í dag. Eftir að hafa skoðað þorpið, fræðst um ólívurækt og ólívuvinnslu svæðisins er gott að slökkva þorstann á þorpskránni áður en haldið er með rútu til baka til Lluc.
3. dagur: Masanella (1352 mys.) hækkun 800 m Gengið 12 km
Á fjallinu er enginn stígur aðeins rauðir punktar og örlitlar vörður sem marka leiðina. Fyrst er gengið í skjóli furu og eikartrjáa en þegar komið er upp fyrir skógarmörk verður undirlagið grýttara en útsýnið æ fegurra. Upp á toppi er það hreint frábært og við blasir hrjóstrugasta og villtasta svæði eyjarinnar. (Erfiðleikastuðull dagsins 2 fjöll+).
4. dagur: Smyglarastígur, hækkun 300 m. Gengið um 16 km
Þennan dag er Lluc yfirgefið og haldið akandi niður í víkina Cala Tuent. Gengið er eftir fagurlega lögðum stíg sem var gerður af smyglurum fyrr á öldinni. Hann er hátt upp í fjalshlíðinni með útsýni yfir blágrænan sjóinn. Leiðin liggur um hin undurfargra Baltixdal. Í dalbotninum er býlið Baltix de Baix. Þar er hægt að kaupa ýmsar heimatilbúnar afurðir m.a. frískandi appelsínusafa til að svala þorstanum. Göngunni lýkur í bænum Puerto Soller þar sem gist verður næstu 4 nætur. (Erfiðleikastuðull dagsins 2 fjöll). Puerto Soller stendur vikð undurfagra vík undir Puic Major (1450 y.s.m.), hæsta fjalli eyjarinnar.
5. dagur: Bærinn Fornalux, hækkun 150 m. Gengið 14. Km
Farið með opinni lest til Soller (ca 15 mín.) og gengið til fjallabæjarins Biniaraix og þaðann eftir gömlum vegi til Fornalux. Þetta er fallegur bær með þröngum götum og stígum enda er hann Evrópu friðaður. Síðan er haldið um appelsínuakra aftur til bæjarinns Puerto Soller. (Erfiðleikastuðull dagsins 1-2 fjöll).
6.. dagur: Hertogastígur, hækkun 600 m. Gengið um 14 km
Farið er með rútu til Valldemosa, þaðan er gengið upp í hæðirnar fyrir ofan bæinn. Haldið er efir stíg sem var lagður eftir snarbröttum brúnum fjallsins Fontanellas (874 mys.) svo erkihertoginn af Austurríki, Ludvig Salvador, gæti riðið þar á hestinum sínum. Hann tók ástfóstri við eyjuna og bjó nálægt Valldemosa í um 40 ár. Farið er um berangurslega hásléttuna eftir vel gerðum stígum sem liggja gegnum kyrkingslegan gróðurinn. Brátt blasir við fagurt útsýni yfir klettótta norðurströndina sem og slétturnar á suðurhluta eyjarinnar. Lokatakmarkið er fjallið Teix (1062 mys.). Þeir sem vilja fá tækifæri til að skoða klaustrið í Valldemosa þar sem Chopin og George Sand bjuggu í nokkra mánuði veturinn 1838. (Erfiðleikastuðull dagsins 2 fjöll+).
7. dagur: Deya og Deya víkin, hækkun 350 m. Gengið um 14 km
Haldið er eftir gamalli þjóðleið til bæjarinns Deya sem er ein af perlum Mallorca og þaðan niður í litlu víkina Cala de Deya. Þar eru gömul og ný bátaskýli og örlítil strönd þar sem hægt er að sleikja sólina um stund. Bærinn Deya er rómaður fyrir fegurð enda hafa fjölmargir listamenn sest þar að og gert garðinn frægann. Þar bjó Robert Grave sem skifaði ,,Ég Kládíus” og Kirk Douglas hefur búið þar. Farið verður til baka með áætlunarbíl til Puerto Soller (20 km). (Erfiðleikastuðull dagsins 1 fjall+).
8. dagur: Heimferð
Ekið með hópferðabíl til Palma og haldið heim á leið