Pílagrímaganga áleiðis til Rómar frá Lucca til Siena
12.maí-20.maí 2019
Pílagrímaganga á Ítalíu áleiðis til Rómar, frá Lucca til Siena 12-20 maí 2019
Einstaklega skemmtilegt gönguferð á slóðum pílagríma á leið til Rómar
Á 12. öld verður æ algengara að Íslendingar gangi suður til Rómar. Til er leiðarlýsing fyrir pílagríma frá 1153 eftir Nikulás Bergssonar ábóta á Munkaþverá. Leiðin liggur meðfram Rín, framhjá Genfarvatni, yfir Bernharðsskarð og áfram suður til Rómar. Margir þekktir Íslendingar gengu suður, m.a. Guðríður Þorbjarnardóttir, Hrafn Sveinbjarnarson og Sturla Sighvatsson sem var leiddur berfættur milli allra kirkna í Rómaborg og hýddur frammi fyrir flestum höfuðkirkjum.
Hin þekkta Via Francigena pílagrímaleið frá Englandi og Frakklandi er um 1700 km og tekur til 80 áfanga, meðaltal um 20 km á dag. Undanfarið hefur áhugi á þessari leið vaxið mjög, hún er vel merkt og þeir sem ganga ákveðinn hluta hennar, eins og við, fá viðurkenningarskjöl. Okkar ganga hefst í Lucca, víðfrægum miðaldarbæ en þaðan liggur leiðin um ávalar hæðir Toscana til Siena, sem er líka einstakur miðaldarbær enda friðaður af Unecso. Í Siena er dvalið í tvo daga. Farið verður í skoðunarferð um borgina en síðan er frjáls tími sem hægt er að ráðstafa að vild.
Dagur 1 Reykjavík – Milano – Lucca.
Lent í Milano um 21.30 og ekið sem leið liggur til Lucca um 4-5 tíma akstur. Þar hittir hópurinn Matteo, ítalska leiðsögumanninn sem fer yfir áætlun ferðarinnar. Lucca er einstaklega fallegur bær, umlukinn vel varðveittum borgarmúrum, aðaltorgið var áður rómverskur leikvangur. Nikulás ábóti kallar borgina Lukku, þar sé biskupsstóll að Maríukirkju og róða sem Nikódemus lét gera eftir guði sjálfum. Gist á Hótel Rex í tveggja manna herbergjum.
Dagur 2: Altopascio (LU) - Ponte a Cappiano
Eftir að hafa spjallað við Matteo ítalska leiðsögumanninn sem fer yfir fyrirkomulag ferðarinnar er farið með lest frá Lucca til Altopascio og gengið þaðan til Ponte a Cappiano. Altopascio var snemma mikilvægur áfangastaður pílagríma og gistiheimilisins Spedale er getið svo snemma sem 1084, það varð síðan grunnur að reglu heilags Jakobs af Atropacio. Fyrsti áfangi er að mestu á sléttlendi, stutt og þægileg ganga. Leiðin liggur um bæina Capannori og Porcari en í þeim eru fallegar litlar kirkjur. Ponte a Cappiano er þekkt sem brauðborgin fyrir mikla brauðgerðarhefð. Í borginni er merkileg kirkja og kirkjuturn. Gist í 4-6 manna herbergjum í sögulegum pílagrímagististað Hostel Ponte a Cappiano.
Hækkun er um 110 metrar, gengið 12,5 km.Hækkun er um 110 metrar, gengið 12,5 km
Dagur 3. Ponte a Cappiano – San Miniato Gengið um hæðir og hóla, landbúnaðarland, skóga og frjósamt mýrlendi. Leiðin liggur um Medicean brúna frá 16. öld til hinnar fallegu borgar Fucecchio sem státar af glæsilegri höll. Síðan er haldið yfir Aro ána og upp til hinnar stórkostlegu San Miniato sem hefur í gegnum aldirnar verið áfangastaður pílagríma á leiðinni til Rómar. Bærinn var á krossgötum Florence, Pisa, Lucca og Siena. Um aldir hefur stöðugur straumur fólks legið þar um, vinveittir og óvinveittir herir, kaupmenn, ferðamenn og pílagrímar. Á tímum Rómverja var þar herstöðin Quarto en heimildir eru um miklu eldri búsetu. Í bænum eru margar sögulegar minjar og hann er þekktur fyrir hvítar truflur. Gist verður í fallegu klaustri í tveggja manna herbergjum. Hækkun 163 metrar, gengið 15.8 km, um 5 tíma.
Dagur 4. San Miniato (PI) – Gambassi Terme Gengið eftir fallegum stígum um landslag sem er einkennandi fyrir Toscana, ávalar hæðir með sýprustrjám, vínökrum, ólívulundum og eikar- og kastaníuskógum. Leiðin liggur gegnum Chianni sem skartrar einstaklega fallegri lítilli kirkju. Síðasta spölinn er farið til Gambassi Terme sem stendur á einni af mörgum hæðum Toscana og er þekkt fyrir heit böð og glergerð. Gisting og kvöldmatur á hóteli. Hækkun 406 m, gengið 23,7 km, um 6 tíma.
Dagur 5 Gambassi Terme (FI) – San Gimignano
Leiðin framundan er upp og niður um hin frægu Cianti vínræktarhéruð. Löngu áður en komið er að hinni sérstæðu borg, San Gimignano, blasa háreistir turnar hennar við, en bærinn stendur á 334 m hæð og gnæfir yfir Elsadalnum. Nafnið er rakið til heilags Gimingiano, biskups af Modena á 10. öld, sem bjargaði bænum frá barbörum. San Gimignano blómstraði á miðöldum sökum verslunar tengdri pílagrímaferðum. Kirkjur og klaustur eru skreytt mikilfenglegum listaverkum. Byggingarlistin var undir áhrifum frá Pisa, Siena og Florence og turnanir eru frá 11. - 13. öld. Á borgarsafninu er einstök eftirlíking af miðaldraskipulagi bæjarins en hann er UNESCO friðaður. Göngudagurinn er stuttur svo tími gefist til að njóa þessa stórkostlega miðaldarbæjar. Kvöldmatur og gisting Trattoria Pinciorba í 3-6 manna heerbergjum. Gegið 14 km, um 4 klukkustundir.hækkun,lækkn, 340m/-320m]
Dagur 6 San.Gimignano-Colle Val D´Elsa
Þetta er skemmtileg ganga gegnum ávalar grónar hæði til Colle Val D'Elsa sem er fallegur bær á hæð sem gnæfir yfir árdal Elsa árinnar. Bærinn liggur meðfram ánni sem hefur verið nýtt til að knýja hveitimillur og pappírsverksmiðjur. Colle Val D´Elsa er fyrst getið á 9.öld, á miðöldum voru þar oft átök og í síðari heimstyrjöldinni varð bærinn fyrir miklum sprengingum. Elsti hlutinn er coll de alta eða hæðin, þar er gamli miðbærinn vel varðveittur. Inngangurinn í bæinn er um hið forna hlið Portanóva eða nýja hliðið og þaðan liggur þröngt stræti með fallegum 16. og 17. alda villum, ráðhúsið er í einni þeirra. Síðan taka við hellulögð stræti og hús aðalsmanna frá 14.- 15. öld. Gist í pílagrímagistingu í fallegu klaustri í 6 manna herbergjum. Gengiðum15 km
Dagur 7 Colle Vall D´Elsa-Abbadia Isola
Þægileg ganga um sveitahéruð, stórkostleg leið og útsýni. Gengið er frá Colle Val d’Elsa, til Castel Petraia og síðan á Montagnole hæð sem er vaxin þéttum skógi. Áfram eftir fallegum stíg að Monteriggioni sem er umlukin myndarlegum borgarmúrum. Rétt fyrir utan þá er gist í fallegu gistiheimili í klaustri í Abbadia Isola í 4-6 manna herbergjum með klósetti. Hækun 410 m, gengið 20 km 8 tíma.
Dagur 8 Abbadia Isola-Siena
Síðasta dagleiðin er um rómuð héruð Toscana, milli Lucca og Siena. Leiðin liggur um hinn einstaklega fallega bæ Monteriggione og síðan um hæðir Montagnola Senece. Hótelið okkar Piccolo Hotel Etruria er rétt við hið fræga torg Piazza del Campo í Siena en það er talið eitt fegursta torg í Evrópu og rómað fyrir fegurð og samræmi. Nikulás ábóti kallaði Siena Löngusýn, þar sagði hann að konur væru vænstar. Siena er einstakur miðaldarbær, frægur fyrir listir, söfn og matargerðarlist. Siena er UNESCO friðuð og einn mest heimsótti bær á Ítalíu. „Palio", hinir árlegu kappreiðar á torginu Piazza del Campo eru víðfrægir. Borgin var stofnuð af Etrúrum og var einn helsti keppinautur Flórens um völd í héraðinu á miðöldum. Bankinn Banca Monte dei Paschi di Siena var stofnaður í borginni árið 1472 og er elsti banki heims sem enn er starfandi. Helstu kennileiti í borginni eru Dómkirkjan í Siena, reist milli 1220 og 1370, og torgið Piazza del Campo. Allur miðbærinn í Siena er á Heimsminjaskrá
Dagur 9. Siena-Pisa-London Reykjavík
Um morguninn er ekið með rútu frá Siena til Pisa þaðan sem flogið er til London og síðan áfram til Íslands
Verð: 249.500 krónur á mann.
Inifalið: gisting 8 nætur bæði í tveggja manna herbergjum og stærri gistirýmum, morgunmatur allan tímann. Kvöldmatur göngudagana, leiðsögn heimamanns, flutningur farangurs og rúta sem hægt er að nýta ef fólk treystir sér ekki til að ganga alla gönguleið dagsins ,íslensk fararstjórn og allur flutningur u-og gistináttagjald.
Ekki innifalið matur ferðadagana,hádegisnesti og drykkir með mat.
Lágmarksfjöldi í gönguferðina er 12 manns hámark er 18
Fararstjóri : Magnús Jónsson, sagnfræðingur,
Fararstjóri : Magnús Jónsson, sagnfræðingur, hefur kennt Íslendingasögur á námskeiðum Endurmenntunar í fjölmörg ár. Magnús tók þátt í stofnun Göngu-Hrólfs og tók virkan þátt i skipulagi og stafi hans fyrstu árin. Hann fór ásamt Jóni Böðvarsyni í Suðurgöngu til Róms þar sem ekið var í fótspor Nikulásar ábóta frá Munkaþverá og gist í klaustrum á leiðinni. Síðan hefur hann leitt tvo hópa milli Lucca og heldur nú áfram til Rómar. Hann hefur farið fjölmargar ferðir á sagnaslóðir víða um lönd í frammhaldi af námskeiðum sínum og gönguferð til Grikklands fyrir Göngu Hrólf auk pílagrímagönguferðanna
.
Einstaklega skemmtilegt gönguferð á slóðum pílagríma á leið til Rómar
Á 12. öld verður æ algengara að Íslendingar gangi suður til Rómar. Til er leiðarlýsing fyrir pílagríma frá 1153 eftir Nikulás Bergssonar ábóta á Munkaþverá. Leiðin liggur meðfram Rín, framhjá Genfarvatni, yfir Bernharðsskarð og áfram suður til Rómar. Margir þekktir Íslendingar gengu suður, m.a. Guðríður Þorbjarnardóttir, Hrafn Sveinbjarnarson og Sturla Sighvatsson sem var leiddur berfættur milli allra kirkna í Rómaborg og hýddur frammi fyrir flestum höfuðkirkjum.
Hin þekkta Via Francigena pílagrímaleið frá Englandi og Frakklandi er um 1700 km og tekur til 80 áfanga, meðaltal um 20 km á dag. Undanfarið hefur áhugi á þessari leið vaxið mjög, hún er vel merkt og þeir sem ganga ákveðinn hluta hennar, eins og við, fá viðurkenningarskjöl. Okkar ganga hefst í Lucca, víðfrægum miðaldarbæ en þaðan liggur leiðin um ávalar hæðir Toscana til Siena, sem er líka einstakur miðaldarbær enda friðaður af Unecso. Í Siena er dvalið í tvo daga. Farið verður í skoðunarferð um borgina en síðan er frjáls tími sem hægt er að ráðstafa að vild.
Dagur 1 Reykjavík – Milano – Lucca.
Lent í Milano um 21.30 og ekið sem leið liggur til Lucca um 4-5 tíma akstur. Þar hittir hópurinn Matteo, ítalska leiðsögumanninn sem fer yfir áætlun ferðarinnar. Lucca er einstaklega fallegur bær, umlukinn vel varðveittum borgarmúrum, aðaltorgið var áður rómverskur leikvangur. Nikulás ábóti kallar borgina Lukku, þar sé biskupsstóll að Maríukirkju og róða sem Nikódemus lét gera eftir guði sjálfum. Gist á Hótel Rex í tveggja manna herbergjum.
Dagur 2: Altopascio (LU) - Ponte a Cappiano
Eftir að hafa spjallað við Matteo ítalska leiðsögumanninn sem fer yfir fyrirkomulag ferðarinnar er farið með lest frá Lucca til Altopascio og gengið þaðan til Ponte a Cappiano. Altopascio var snemma mikilvægur áfangastaður pílagríma og gistiheimilisins Spedale er getið svo snemma sem 1084, það varð síðan grunnur að reglu heilags Jakobs af Atropacio. Fyrsti áfangi er að mestu á sléttlendi, stutt og þægileg ganga. Leiðin liggur um bæina Capannori og Porcari en í þeim eru fallegar litlar kirkjur. Ponte a Cappiano er þekkt sem brauðborgin fyrir mikla brauðgerðarhefð. Í borginni er merkileg kirkja og kirkjuturn. Gist í 4-6 manna herbergjum í sögulegum pílagrímagististað Hostel Ponte a Cappiano.
Hækkun er um 110 metrar, gengið 12,5 km.Hækkun er um 110 metrar, gengið 12,5 km
Dagur 3. Ponte a Cappiano – San Miniato Gengið um hæðir og hóla, landbúnaðarland, skóga og frjósamt mýrlendi. Leiðin liggur um Medicean brúna frá 16. öld til hinnar fallegu borgar Fucecchio sem státar af glæsilegri höll. Síðan er haldið yfir Aro ána og upp til hinnar stórkostlegu San Miniato sem hefur í gegnum aldirnar verið áfangastaður pílagríma á leiðinni til Rómar. Bærinn var á krossgötum Florence, Pisa, Lucca og Siena. Um aldir hefur stöðugur straumur fólks legið þar um, vinveittir og óvinveittir herir, kaupmenn, ferðamenn og pílagrímar. Á tímum Rómverja var þar herstöðin Quarto en heimildir eru um miklu eldri búsetu. Í bænum eru margar sögulegar minjar og hann er þekktur fyrir hvítar truflur. Gist verður í fallegu klaustri í tveggja manna herbergjum. Hækkun 163 metrar, gengið 15.8 km, um 5 tíma.
Dagur 4. San Miniato (PI) – Gambassi Terme Gengið eftir fallegum stígum um landslag sem er einkennandi fyrir Toscana, ávalar hæðir með sýprustrjám, vínökrum, ólívulundum og eikar- og kastaníuskógum. Leiðin liggur gegnum Chianni sem skartrar einstaklega fallegri lítilli kirkju. Síðasta spölinn er farið til Gambassi Terme sem stendur á einni af mörgum hæðum Toscana og er þekkt fyrir heit böð og glergerð. Gisting og kvöldmatur á hóteli. Hækkun 406 m, gengið 23,7 km, um 6 tíma.
Dagur 5 Gambassi Terme (FI) – San Gimignano
Leiðin framundan er upp og niður um hin frægu Cianti vínræktarhéruð. Löngu áður en komið er að hinni sérstæðu borg, San Gimignano, blasa háreistir turnar hennar við, en bærinn stendur á 334 m hæð og gnæfir yfir Elsadalnum. Nafnið er rakið til heilags Gimingiano, biskups af Modena á 10. öld, sem bjargaði bænum frá barbörum. San Gimignano blómstraði á miðöldum sökum verslunar tengdri pílagrímaferðum. Kirkjur og klaustur eru skreytt mikilfenglegum listaverkum. Byggingarlistin var undir áhrifum frá Pisa, Siena og Florence og turnanir eru frá 11. - 13. öld. Á borgarsafninu er einstök eftirlíking af miðaldraskipulagi bæjarins en hann er UNESCO friðaður. Göngudagurinn er stuttur svo tími gefist til að njóa þessa stórkostlega miðaldarbæjar. Kvöldmatur og gisting Trattoria Pinciorba í 3-6 manna heerbergjum. Gegið 14 km, um 4 klukkustundir.hækkun,lækkn, 340m/-320m]
Dagur 6 San.Gimignano-Colle Val D´Elsa
Þetta er skemmtileg ganga gegnum ávalar grónar hæði til Colle Val D'Elsa sem er fallegur bær á hæð sem gnæfir yfir árdal Elsa árinnar. Bærinn liggur meðfram ánni sem hefur verið nýtt til að knýja hveitimillur og pappírsverksmiðjur. Colle Val D´Elsa er fyrst getið á 9.öld, á miðöldum voru þar oft átök og í síðari heimstyrjöldinni varð bærinn fyrir miklum sprengingum. Elsti hlutinn er coll de alta eða hæðin, þar er gamli miðbærinn vel varðveittur. Inngangurinn í bæinn er um hið forna hlið Portanóva eða nýja hliðið og þaðan liggur þröngt stræti með fallegum 16. og 17. alda villum, ráðhúsið er í einni þeirra. Síðan taka við hellulögð stræti og hús aðalsmanna frá 14.- 15. öld. Gist í pílagrímagistingu í fallegu klaustri í 6 manna herbergjum. Gengiðum15 km
Dagur 7 Colle Vall D´Elsa-Abbadia Isola
Þægileg ganga um sveitahéruð, stórkostleg leið og útsýni. Gengið er frá Colle Val d’Elsa, til Castel Petraia og síðan á Montagnole hæð sem er vaxin þéttum skógi. Áfram eftir fallegum stíg að Monteriggioni sem er umlukin myndarlegum borgarmúrum. Rétt fyrir utan þá er gist í fallegu gistiheimili í klaustri í Abbadia Isola í 4-6 manna herbergjum með klósetti. Hækun 410 m, gengið 20 km 8 tíma.
Dagur 8 Abbadia Isola-Siena
Síðasta dagleiðin er um rómuð héruð Toscana, milli Lucca og Siena. Leiðin liggur um hinn einstaklega fallega bæ Monteriggione og síðan um hæðir Montagnola Senece. Hótelið okkar Piccolo Hotel Etruria er rétt við hið fræga torg Piazza del Campo í Siena en það er talið eitt fegursta torg í Evrópu og rómað fyrir fegurð og samræmi. Nikulás ábóti kallaði Siena Löngusýn, þar sagði hann að konur væru vænstar. Siena er einstakur miðaldarbær, frægur fyrir listir, söfn og matargerðarlist. Siena er UNESCO friðuð og einn mest heimsótti bær á Ítalíu. „Palio", hinir árlegu kappreiðar á torginu Piazza del Campo eru víðfrægir. Borgin var stofnuð af Etrúrum og var einn helsti keppinautur Flórens um völd í héraðinu á miðöldum. Bankinn Banca Monte dei Paschi di Siena var stofnaður í borginni árið 1472 og er elsti banki heims sem enn er starfandi. Helstu kennileiti í borginni eru Dómkirkjan í Siena, reist milli 1220 og 1370, og torgið Piazza del Campo. Allur miðbærinn í Siena er á Heimsminjaskrá
Dagur 9. Siena-Pisa-London Reykjavík
Um morguninn er ekið með rútu frá Siena til Pisa þaðan sem flogið er til London og síðan áfram til Íslands
Verð: 249.500 krónur á mann.
Inifalið: gisting 8 nætur bæði í tveggja manna herbergjum og stærri gistirýmum, morgunmatur allan tímann. Kvöldmatur göngudagana, leiðsögn heimamanns, flutningur farangurs og rúta sem hægt er að nýta ef fólk treystir sér ekki til að ganga alla gönguleið dagsins ,íslensk fararstjórn og allur flutningur u-og gistináttagjald.
Ekki innifalið matur ferðadagana,hádegisnesti og drykkir með mat.
Lágmarksfjöldi í gönguferðina er 12 manns hámark er 18
Fararstjóri : Magnús Jónsson, sagnfræðingur,
Fararstjóri : Magnús Jónsson, sagnfræðingur, hefur kennt Íslendingasögur á námskeiðum Endurmenntunar í fjölmörg ár. Magnús tók þátt í stofnun Göngu-Hrólfs og tók virkan þátt i skipulagi og stafi hans fyrstu árin. Hann fór ásamt Jóni Böðvarsyni í Suðurgöngu til Róms þar sem ekið var í fótspor Nikulásar ábóta frá Munkaþverá og gist í klaustrum á leiðinni. Síðan hefur hann leitt tvo hópa milli Lucca og heldur nú áfram til Rómar. Hann hefur farið fjölmargar ferðir á sagnaslóðir víða um lönd í frammhaldi af námskeiðum sínum og gönguferð til Grikklands fyrir Göngu Hrólf auk pílagrímagönguferðanna
.