Gönguferðir erlendis og á Íslandi
  • Fréttir
  • Montserrat
  • PPílagrímaganga Sarzana til Lucca
  • Toscana
  • Róm síðustu 125 km
  • Santorini
  • Áhugaverðar gönguferðir
    • Flórens
    • Cisaskarðið pílagrímaganga
    • Sælkeraferð
    • Pyreneafjöll
    • Santi Bernharðsskarð
    • Majorka
    • Krít
    • Lucca-Siena
    • Vín-ganga
  • Blog
  • Göngur á Íslandi 2020-21
    • Lýsing á Íslenskum gönguferðumi 2020-21
    • Gönguferðir á Íslandi 2021 >
      • Hellisheiði 19.20.jún 2021
      • Pílagrímaganga Bær Borgarfirði 24.-25.júlí
    • Hraunfólkið Þingvöllum
    • Kálfatjarnarkirkja-Staðarborg
    • Munkaþverá -Gásar
    • Valahnjúkar
    • Stuttar haustgöngur >
      • Búrfellsgjá 5.9. kl 14.00
  • Póstlisti
  • Hugmynir og erfiðleikastig

íslenskar gönguferðir 2020-21

​Helgina 19.-20.júní fór vaskur hópur Göngu Hrólfa gangandi fram og til baka yfir Hellisheiðina og tókst ferðin einstaklega vel. 
Veðrið var allavega.  Á leiðinni um Hengladali var bjart,stilla og frábært útsýni til allra átta fram undir klukkan tvö. Þegar komið var niður í Reykjadal var hellirigning en fyrst kom slydda og svo hagl. Það voru blautir en glaðir göngumenn sem settust inn á nýja kaffihúsið við upphaf gönguleiðarinnar í Reykjadal. Eftir heitan pott, frábæran kvöldverð og góðan svefn á hótel Örk var gengið til baka en ekki sömu leið. Morguninn var tekinn rólega með góðum morgunverði og nestiskaupum í bakaríinu. Það var glampandi sól og fallegt veður en nú var engin áttleysa það var mikill asi á vindinum beint í fangið allan tímann. Leiðin lá upp gamla Kambaveginn, eftir vörðuðu þjóðleiðinni, framhjá hinum einstaka Hellukofa sem hefur staðið síðan 1830, niður Hellisskarð og að Hellisheiðarvirkjun þar sem við skildum bílana eftir daginn áður.

​Þann 6.6 fór góður hópur Göngu Hrólfa gangandi eftir gamalli þjóðleið í hlíðum Esjunnar að Esjubergi. Þar reis fyrsta kirkjan sem getið er um í heimildum . Því kölluðum við þetta pílagrímagöngu. Það var létt og hressandi rigning og slógust fjörugir hestar með í hópinn.

Stutt vorganga  um Laugardalinn  var farin 1.maí og meðal annars fjallað um bág kjör þvottakvenna fyrr á öldum. Stefnt er að samskonar göngu einhvert kvöldið í maí.

Stuttar vor og sumargöngur
Boðið verður upp á stuttar vor og sumargöngur í nágrenni Reykjavíkur og verða þær auglýstar með stuttum fyrirvara,

  Markmiðið er að njóta saman fallegrar náttúru og leita upp áhugaverðan fróðleik um  jarðfræði og sögu svæðanna sem farið er um. Þetta geta verið  tveggja til fjögurra tíma göngur í rólegum takti. 

Gangan kringum Valahnjúka sunnudaginn 4.10.2020    tókst vel . Rúmlega 20 Göngu Hrólfar nutu veðurblíðu þegar áðð var í Valabóli  eftir smá skúr í upphafi göngunnar. 27.9.2020

​Um 30 Göngu Hrólfar mættu í blauta en hressandi  göngu og skoðuðu minjar við Kálfatjarnakirkju og Staðarborg

Haustganga  í Búrfellsgjá 5.9. kl 14

Um 20 manns gengu um þenna frábæra stað í blíðskaparveðri. Á bakaleiðinni gáfu margir sér góðan tíma til að tína bláber, það var allt krökkt.


Pílagrímaganga frá Munkaþverá til Gása dagana 22-23 ágúst tókst einstaklega vel . 
Veðrið lék við "pílagrímana"  tuttugu og einn sem lögðu af stað meðfram Eyjafjarðará eftir fróðleik um hinn merkilega stað Munkaþverá . Nikulás Bergsson  gekk til Rómar um 1150 og  skrifaði lýsingu á göngu sinni  í ritinu"Leiðarvísir og borgarskipan" hann var ábóti í klaustrinu að Munkaþverá frá 1155-1159.                                               Það var einstakt að ganga meðfram ánni  til Akureyrar með blómleg landbúnaðarhéröð og litfagra fjallatoppa á báðar hendur. Einnig var gengið frá Krossanesborgum meðfram ströndinni til Gása. Við  gefum okkur að Nikulás hafi tekið  far þaðan til Noregs . Síðan fór hann til Danmerkur og hóf göngu sína. Á leiðinni  leituðum við uppi fróðleik um ýmsa þá staði sem Nikulás nefnir. Að lokum var gengið um Gásir og fræðst um þennan einstaka verslunarstað miðalda.

Rúmlega 50 manns mættu á  Þingvelli og gengu í fótspor Hraunfólksins  þann 11.7. Veðrið var gott og gangan gekk vel í alla staði, bara heldur mikil fluga.

 Gangan á slóðir , Innansveitarkróniku og Í túninu heima var farin í blíðskaparveðri þann 27.6  og um 40 manns gengu með Bjarna Bjarnasyni um Mosfellsdalinn.

Þann 11.6. var önnur ganga Göngu Hrólfs á heimaslóð sem tókst  mjög vel. Gengið  frá Dalsá í Mosfellsdal á Helgafell niður í Skammadal og heim að Dalsá þar  beið dýrindis grænmetissúpa og heimabakað brauð. Veðrið var gott, ekki dropi úr lofti þó spáð hafi verið rigningu. 

Um hvítasunnuna gengu um 40 Göngu Hrólfar og pílagrímar   umhverfis Mosfell í Grímsnesi. Ellefu manns úr hópnum  gistu  á ferðaþjónustubænum Seli nóttina áður í góðu yfirlæti  og snæddu saman dýrðlegan kvöldverð.  Að göngu lokinni  bauð Unnur Ása húsráðandi  þátttakendum upp á kaffi og pönnukökur  og sýndi einstaka gestrisni.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
  • Montserrat
  • PPílagrímaganga Sarzana til Lucca
  • Toscana
  • Róm síðustu 125 km
  • Santorini
  • Áhugaverðar gönguferðir
    • Flórens
    • Cisaskarðið pílagrímaganga
    • Sælkeraferð
    • Pyreneafjöll
    • Santi Bernharðsskarð
    • Majorka
    • Krít
    • Lucca-Siena
    • Vín-ganga
  • Blog
  • Göngur á Íslandi 2020-21
    • Lýsing á Íslenskum gönguferðumi 2020-21
    • Gönguferðir á Íslandi 2021 >
      • Hellisheiði 19.20.jún 2021
      • Pílagrímaganga Bær Borgarfirði 24.-25.júlí
    • Hraunfólkið Þingvöllum
    • Kálfatjarnarkirkja-Staðarborg
    • Munkaþverá -Gásar
    • Valahnjúkar
    • Stuttar haustgöngur >
      • Búrfellsgjá 5.9. kl 14.00
  • Póstlisti
  • Hugmynir og erfiðleikastig