Hugmyndafræði Göngu-Hrólfs |
Erfiðleikastig gönguferða
|
Gönguferð um fjallastíga og gamlar leiðir gefur möguleika á að upplifa umhverfið í rólegum takti. Á göngunni er hægt að fara um, sjá og skoða staði sem eru annars óaðgengilegir og heillast æ ofaní æ af stórfengleika fjallanna, dýpt giljanna, víðáttu fjallendisins og lit og fegurð blómanna. Á göngunni gefst oft tækifærti til að skoða merki um horfna menningu og starfshætti kynnast lífinu,í litlum þorpum og daglegum störfum íbúanna sem og að fræðast um svæðið sem farið er um sögu þeirra og menningu. Leið göngumannsins liggur eftir stígnum stundum breiðum og auðförnum en stundum eru þeir aðeins ósýnileg spor í landslaginu. Stígur tekur við af veginum og á leiðinni yfirstígur maður hindranir náttúrunnar og leggur nýtt land að baki. Við enda vegarins hefst hin raunverulega gönguferð.
Í hópunum eru 12-25 manns og með á göngunni er allskonar fólk, allir eru á sömu leið og vilja vera í hóp og njóta ferðarinnar og þess sem hún býður upp á með öðrum. Í ferðum Göngu-Hrólfs er yfirleitt dvalið á hótelum eða gistiheimilum með tveggjamanna herbergi og sturtu og baði og farangurinn þegar farið er milli gististaða er farangurinn fluttur svo það þarf aðeins að bera dagpoka með aukafötum og sameiginlegu nesti. Það getur verið erfitt að fá einsmanns herbergi en þó er það stundum hægt. Þeir sem eru einir geta bókað hálft tveggjamanna herbergi og síðan búið með öðrum farþega af sama kyni sem einnig er einn á ferð. Það er ástæða til að taka fram að það getur þurft að beyta út frá uppgefnu plani vegna veðurs eða af öðrum ástæðum. |
Göngu-Hrólfur flokkar ferðir sínar í 1-3 fjöll eftir því hversu erfiðar þær eru fyrir þáttakendurnar. Þetta er okkar eigin flokkunarkerfi og er því ekki sambærilegt við önnur slík kerfi,
Þættir sem miðað er við eru: a. Styrkur og þol. b.Eðli stíganna það er sléttir stígar eða gróft ójafnt land með ógreinilegum eða engum stígum c.hækkun og lækkun sem þarf að sigrast á í ferðinni d. lengd göngu í kílometrum e. tími sem gangan tekur í raun. Hækkun og gönguland skiptir þar miklu máli. 1 Fjall. Allar göngur í ferðinni eru léttar og farið er eftir góðum eða nokkuð góðum stígum. Hækkun er ekki meira en 2-300 metrar og daglega er gengið 2-5 tíma. Það er nóg að hafa gengið nokkuð reglulega í nágreni sínu eða hafa verið í líkamsþjálfun til að geta verið með. Auk þess er góð heilsa mikilvæg og áhugi fyrir að skoða umhverfi sitt gangandi. 2 Fjöll Í hluta af ferðinni er farið um ójafnt land með ógreinilegum stígum. Hækkun getur verið upp í 6-800 metra og suma dagana tekur gönguferðin 8 tíma.. Það þarf að hafa reynslu af fjallgöngum og gönguferðum úti í náttúrunni eða taka virkan þátt í einhverri góðri líkamsþjálfun til að njóta ferðarinnar. Og það er nauðsynlegt að vera í góðu líkamlegu formi. 3 Fjöll Sumir göngudagar eru erfiðar vegna þess að undirlagið er mjög ójafnt, það getur þurft að klifra nokkurn hluta leiðarinnar og jafnvel nota reypi til öryggis.Dagarnir geta verið langir 8-10 tímar og hækkun yfir 800 metra. Það er nauðsynlegt að hafa þjálfun úr fjölbreyttum fjallgöngum á Íslandi, vera í mjög góðu formi og vera laus við alvarlega lofthræðslu . ATH Í öllum tilfellum er lögð áhersla að heimsækja viðkomandi land utan heitasta tímans en veður er nokkuð sem aldrei er hægt að sjá fyrir og það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að hiti eykur álagið og gerir gönguferðirnar verulega erfiðari en ella. Það er einnig ástæða til að minna á að í allflestum ferðum er hægt að sleppa einum eða fleiri göngudögum. |
Skill OneSed ut perspiciatis unde omnis iste natus error sit voluptatem accusant doloremque laudantium, totam rem.
|
Skill TwoSed ut perspiciatis unde omnis iste natus error sit voluptatem accusant doloremque laudantium, totam rem.
|
Skill ThreeSed ut perspiciatis unde omnis iste natus error sit voluptatem accusant doloremque laudantium, totam rem.
|