Fram og til baka yfir Hellisheiðina og gisting á Hótel Örk 2021
Hellisheiði er einstakur ævintýraheimur rétt við bæjardyr höfuðborgarbúa. Um Heiðina, sem er um 100m2 liggja fjölmargar leiðir og slóðir bæði nýlegar og margra alda gamlar. Sumar eru stikaðar eða varðaðar aðrar mjög ógreinilegar. Fólk víða af landinu, á leið í verið eða í kaupstað fór um þetta svæði og af mörgum þeim ferðum eru til dramatískar sögur. Þarna er eitt stæsta háhitasvæði landsins og er það nýtt til upphitunar vatns og til raforkuvinnslu. Samhliða virkjunarframkvæmdum voru margar gömlu leiðirnar stikaðar og nýjum leiðum bætt við. Með því býðst göngufólki einstök upplifun í fallegri náttúru þar sem spennandi jarðfræði og dramatísk saga tengist hverju spori. Áhugasamir fá nú tækifæri til að fara með Göngu Hrólfi um þennan ævintýraheim og ganga spennandi leið til Hveragerðis frá Hellisheiðarvirkjun, gista í Hveragerði og fara svo aðra leið til baka.
Tilhögun: Um er að ræða um 20-21 km göngu þann 19. Júní. engið er frá Hellisheiðarvirkjun til Hveragerðis um Hengladali og Reykjadal. Síðan er haldið til baka þann 20. Júní og gengið eftir gamla þjóðveginum um Kamba og vörðuðu leiðinni yfir Heiðina um 12 -14.km að Hellisheiðarvirkjun. Fólk kemur sér sjálft að Hellisheiðarvirkjun þann 19. Júni. Þar er hægt að skilja eftir bíla og sækja næsta dag að göngu lokinni.
Þeir sem vilja geta gist á hótel Örk, farið í sund gufu og heita potta, snætt saman góðan kvöldverð og notið morgunverðar í rólegheitum áður er lagt er af stað til baka. Nánari upplýsingar: steinunnf50@gmail.com
Ferðatilhögum:
19. júní. Hellisheiðarvirkjun til Hveragerðis um Hengladali. Um 20 km. Hópurinn safnast saman við Hellisheiðarvirkjun kl 8.45. Hægt er að skilja bíla eftir á stóru bílastæði eða láta skutla sér og sækja daginn eftir. Þaðan er haldið upp Sleggjubeinsdal og Sleggjubeinsskarð í Innstadal um 150-200 m hækkun. Gengið eftir sléttum völlum, um þröng gil og í fjallshlíðum um þægilegt en svolítið mishæðótt landslag. Leiðin liggur milli Hengils og Skarðsmýrarfjalls um Þrengsin í Miðdal og Fremstadal. Fara þarf yfir Hengladalsá, það fer eftir snjóalögum hvort hægt er að stikla yfir hana. Þegar komið er framhjá Kýrhnjúk er einstaklega gott útsýni yfir Þingvallavatn og stutt á Ölkelduháls með sínum hverum og ölkeldum. Þaðan liggur leiðin niður í Reykjadal þar sem hægt er að stoppa og fara í bað. Síðan er farinn síðasti spölurinn til Hveragerðis og heim á hótel Örk. Þar er hægt að slaka á í heitum pottum og snæða góðan kvöldverð. (Sjá tilboð hér að neðan). Samanlögð hækkun um 450m. ca. 8-9 tímar með stoppum.
20.júní. Hveragerði-Hellisheiðarvirkjun, Kambar og vörðuð leið 12.km Eftir góðan morgunverð er hótelið kvatt milli 10-11 og haldið inn á gamla veginn um Kamba. Honum er fylgt upp á Heiði þar sem hann mætir gömlu vörðuðu þjóðleiðinni. Þrátt fyrir yfir 100 ára aldur standa vörðurnar ótrúlega vel. Til marks um miklar mannaferðir má sjá djúpa slóð sem hesthófar hafa greipt í blágrýtishelluna. Veður geta verið válynd á Heiðinni og veðrabrigði snögg og því hafa margir orðið þar úti og til eru dramatískar sögur af vofeiginlegum atburðum á þessum slóðum. Ofarlega á Heiðinni er komið að Hellukofanum, hann er 2 m í þvermál borghlaðinn úr þunnum hraunhellum, einskonar igló. Hann var hlaðinn 1830 og notað í hann hraungrýti úr svokallaðri biskupavörðu sem stóð þarna áður. Á þessum slóðum er leiðin nánast beint undir raflínunum og liggur brátt um brotið land vegna virkjanaframkvæmda. Að lokum er haldið um Hellisskarð sem nefnist einnig þar er sagt að Búi úr Kjalnesingasögu hafa drepið Kolfnn sem Kolviðarhóll var nefndur eftir. Um skarðið liggur nú akvegur frá Hellisheiðarvirkjn og því stutt í bílana. Hækkun um 400m. Gengið um 4-6 tímar með góðum stoppum.
Kostnaður. 8.000 kr. Innifalið: undirbúningur,skipulagning og leiðsögn í tvo daga. Miðað við 10-25 manns. Ekki innifalið: akstur til og frá Hellisheiðarvirkjun, nesti, gisting og kvöldverður. Þátttakendur koma sér sjálfir til og frá virkjuninni og panta sjálfir gistingu og fæði á Hótel Örk eða annars staðar í Hveragerði. Einnig er hægt að fara til Reykjavíkur með strætó eða láta sækja sig.
Útbúnaður. Það þarf að hafa góðan dagpoka sem rúmar náttföt,sundföt,og létt föt til skiptanna. Það þarf að hafa hlý gönguföt og regnföt(vaðskó) og nesti til göngunnar. Fyrra daginn er vatn á leiðinni en ekki þann síðari.
Lágmark 10 manns, hámark um 25. Best er að bóka sem fyrst, í síðsta lagi upp úr miðjum maí.
Tilboð frá Hótel Örk
Gisting með morgunverð. Innifalið: Sundlaug, heitir pottar, gufa, þráðlaust net. Standard 20-24m2 er í eldri álmu hægt að bæta við einu auka rúmi. Ein nótt - Fyrir einn 11.900 – Fyrir tvo 14.900 – Fyrir þrjá 20.400
Superior 27m2 er í nýju álmu er búin svefnsófa sem rúma einn fullorðinn eða tvö börn. Ein nótt - Fyrir einn 15.900 – Fyrir tvo 19.900 – Fyrir þrjá/fjóra 25.400 Kvöldverðarseðill
Kvöldverður án gistingar, verð miðast við á mann.
Miðað er við að sama samsetning sé valin fyrir hópinn fyrirfram. Tekið er tillit til sérþarfa.
Kvöldverður af hátíðaseðli. 3ja rétta 7.500 – 2ja rétta 5.900
Tilhögun: Um er að ræða um 20-21 km göngu þann 19. Júní. engið er frá Hellisheiðarvirkjun til Hveragerðis um Hengladali og Reykjadal. Síðan er haldið til baka þann 20. Júní og gengið eftir gamla þjóðveginum um Kamba og vörðuðu leiðinni yfir Heiðina um 12 -14.km að Hellisheiðarvirkjun. Fólk kemur sér sjálft að Hellisheiðarvirkjun þann 19. Júni. Þar er hægt að skilja eftir bíla og sækja næsta dag að göngu lokinni.
Þeir sem vilja geta gist á hótel Örk, farið í sund gufu og heita potta, snætt saman góðan kvöldverð og notið morgunverðar í rólegheitum áður er lagt er af stað til baka. Nánari upplýsingar: steinunnf50@gmail.com
Ferðatilhögum:
19. júní. Hellisheiðarvirkjun til Hveragerðis um Hengladali. Um 20 km. Hópurinn safnast saman við Hellisheiðarvirkjun kl 8.45. Hægt er að skilja bíla eftir á stóru bílastæði eða láta skutla sér og sækja daginn eftir. Þaðan er haldið upp Sleggjubeinsdal og Sleggjubeinsskarð í Innstadal um 150-200 m hækkun. Gengið eftir sléttum völlum, um þröng gil og í fjallshlíðum um þægilegt en svolítið mishæðótt landslag. Leiðin liggur milli Hengils og Skarðsmýrarfjalls um Þrengsin í Miðdal og Fremstadal. Fara þarf yfir Hengladalsá, það fer eftir snjóalögum hvort hægt er að stikla yfir hana. Þegar komið er framhjá Kýrhnjúk er einstaklega gott útsýni yfir Þingvallavatn og stutt á Ölkelduháls með sínum hverum og ölkeldum. Þaðan liggur leiðin niður í Reykjadal þar sem hægt er að stoppa og fara í bað. Síðan er farinn síðasti spölurinn til Hveragerðis og heim á hótel Örk. Þar er hægt að slaka á í heitum pottum og snæða góðan kvöldverð. (Sjá tilboð hér að neðan). Samanlögð hækkun um 450m. ca. 8-9 tímar með stoppum.
20.júní. Hveragerði-Hellisheiðarvirkjun, Kambar og vörðuð leið 12.km Eftir góðan morgunverð er hótelið kvatt milli 10-11 og haldið inn á gamla veginn um Kamba. Honum er fylgt upp á Heiði þar sem hann mætir gömlu vörðuðu þjóðleiðinni. Þrátt fyrir yfir 100 ára aldur standa vörðurnar ótrúlega vel. Til marks um miklar mannaferðir má sjá djúpa slóð sem hesthófar hafa greipt í blágrýtishelluna. Veður geta verið válynd á Heiðinni og veðrabrigði snögg og því hafa margir orðið þar úti og til eru dramatískar sögur af vofeiginlegum atburðum á þessum slóðum. Ofarlega á Heiðinni er komið að Hellukofanum, hann er 2 m í þvermál borghlaðinn úr þunnum hraunhellum, einskonar igló. Hann var hlaðinn 1830 og notað í hann hraungrýti úr svokallaðri biskupavörðu sem stóð þarna áður. Á þessum slóðum er leiðin nánast beint undir raflínunum og liggur brátt um brotið land vegna virkjanaframkvæmda. Að lokum er haldið um Hellisskarð sem nefnist einnig þar er sagt að Búi úr Kjalnesingasögu hafa drepið Kolfnn sem Kolviðarhóll var nefndur eftir. Um skarðið liggur nú akvegur frá Hellisheiðarvirkjn og því stutt í bílana. Hækkun um 400m. Gengið um 4-6 tímar með góðum stoppum.
Kostnaður. 8.000 kr. Innifalið: undirbúningur,skipulagning og leiðsögn í tvo daga. Miðað við 10-25 manns. Ekki innifalið: akstur til og frá Hellisheiðarvirkjun, nesti, gisting og kvöldverður. Þátttakendur koma sér sjálfir til og frá virkjuninni og panta sjálfir gistingu og fæði á Hótel Örk eða annars staðar í Hveragerði. Einnig er hægt að fara til Reykjavíkur með strætó eða láta sækja sig.
Útbúnaður. Það þarf að hafa góðan dagpoka sem rúmar náttföt,sundföt,og létt föt til skiptanna. Það þarf að hafa hlý gönguföt og regnföt(vaðskó) og nesti til göngunnar. Fyrra daginn er vatn á leiðinni en ekki þann síðari.
Lágmark 10 manns, hámark um 25. Best er að bóka sem fyrst, í síðsta lagi upp úr miðjum maí.
Tilboð frá Hótel Örk
Gisting með morgunverð. Innifalið: Sundlaug, heitir pottar, gufa, þráðlaust net. Standard 20-24m2 er í eldri álmu hægt að bæta við einu auka rúmi. Ein nótt - Fyrir einn 11.900 – Fyrir tvo 14.900 – Fyrir þrjá 20.400
Superior 27m2 er í nýju álmu er búin svefnsófa sem rúma einn fullorðinn eða tvö börn. Ein nótt - Fyrir einn 15.900 – Fyrir tvo 19.900 – Fyrir þrjá/fjóra 25.400 Kvöldverðarseðill
Kvöldverður án gistingar, verð miðast við á mann.
Miðað er við að sama samsetning sé valin fyrir hópinn fyrirfram. Tekið er tillit til sérþarfa.
Kvöldverður af hátíðaseðli. 3ja rétta 7.500 – 2ja rétta 5.900