Gönguferð í Flórens og nágrenni -18.5.2019 -25.5.2020
Menningargönguferð í Flórens og nágrenni borgarinnar. 25.maí-1.júní 2020
Undanfarin ár hafa Göngu Hrólfur og Vitasport boðið upp á menningargönguferð í nágrenni Flórens og í borginni sjálfri. Þessar ferðir hafa tekist einstaklega vel og því full ástæða til að endurtaka leikinn. Fyrstu tvær næturnar er gist í hinum skemmtilega bæ Fiesole sem stendur um 300 metrum ofar en borginn. Um hann orti Davíð Stefánsson fallegt kvæði. Gengið verður um hæðirnar þar sem Leonardo da Vinci reyndi fyrst að fljúga og rústir frá tímum Etruska og Rómverja verða skoðaðar. Þá liggur leiðin til Flórens gegnum bæinn Settingnano en þar fæddist Michelangelo, hann ólst upp hjá steinhöggvarafjölskyldu og lærði þar listina að höggva stein. Góður tími gefst til að skoða Flórens bæði með staðarleiðsögumanni og á eigin vegum á frídegi. Einn daginn verður haldið í hið fræga Chianti vínræktarhérað, gengið eftir fornum stígum, bragðað á víni á vínbúgarði og snæddur spennandi kvöldverður áður en haldið er aftur til Flórens. Síðustu nóttina verður gist í bænum Vinci sem Leonardo da Vinci er kenndur við, gengið um einstakt landslag og fræðst um meistarann á söfnum sem helguð eru honum.
27.5.Keflavík-Fiesole
1 Dagur. Flogið frá Íslandi til Milano og komið þangað um 19.40, þá tekur við 4-5 tíma akstur til Fiesole. Þetta er skemmtilegur lítill bær með fallegar kirkjur, söfn og torg. Hann er 295 metrum ofan við Flórens og í 10 km fjarðlægð. Þó Fiesole sé nú hluti af borginni þá er bærinn í raun mun eldri en Flórens. Í Fiesole eru einstakar minjar frá tímum Etruska og Rómverja og fyrir ofan bæinn eru hæðirnar þar sem Leonardo da Vinci reyndi fyrst flug. Etruskar reistu þarna virkisbæ á 8.öld fyrir krist og enn má sjá rústir af hofi, borgarmúrum og grafhýsum frá þeim tíma. Þegar Rómverjum óx fiskur um hrygg yfirtóku þeir bæinn og efldu og enn stendur vel varðveittur rómverskur leikvangur og rústir af rómverskum böðum. Fiesole var í margar aldir í samkeppni við Flórens sem þó hafði yfirhöndina að lokum og á 14.öld bjuggu þar ríkir og valdamiklir Flórensbúar. Í Ítalíuför sinni kom Davíð Stefásson til bæjarinns og orti um hann kvæði þar sem segir meðal annars.; Fiesole við Flórens, er fátækur klausturbær. Á mörg hundruð ára múrum, mosinn í friði grær.... Fiesole við Flórens, er fegurst um sólarlag. Gistin Villa Bosconi http://www.villadeibosconi.it/ Eða sambærilegu hóteli. Kvöldmatur á veitingastað í nágrenninu.
28.5.Fiesole 2. dagur. Um morguninn er haldið í létta gönguferð með starðaleiðsögumanni sem fræðir okkur um bæinn og í hádeginu er sest niður á fallegum stað fyrir lautarverð. Við heimsækjum S. Francesco klaustur sem er á hæð ofan við bæinn en þaðan er fallegt útsýni yfir Flórens og sléttuna fyrir neðan. Í kjallara klaustursins er safn með einstökum minjum um dvöl Etruska á svæðinu. Þá er genginn hringur í bænum og meðal annars skoðaðar rómverskar rústir af baðhúsi, sundlaug og leikhúsi sem er notað fyrir tónleika á sumrin. Kvöldmatur á veitingastað í nágrenninu. Þægileg ganga 2-4 tíma.
29.5. Fiesole -Settignano
3.dagur. Haldið gangandi frá Fiesole til Settignano og þaðan til Flórens, farangur verður fluttur á hótel í Flórens. Michelangelo Bunorotti fæddist í Settingnano og vegna móðurmissis ólst hann þar upp hjá steinhöggvarafjölskyldu. (í dag Villa Michelangelo) Gengið er um landslag sem einkennir Toscana og við blasa ólívulundir, myndarlegir búgarðar og fallegt útsýni yfir Flórens. Fyrir ofan eru svo hæðirnar þar sem Leonardo da Vinci reyndi fyrst að fljúga árið1506. Leiðin liggur framhjá steinnámum sem hafa lagt til stein í margar stórbyggingar og hallir í Flórens í gegnum aldirnar. Ein af þessum námum var í eigu Bunorotti fjölskyldunnar. Faðir Michelangelos seldi „pietra serena“ sérstakan stein sem mikið var notaður í skreytingar á höllum í Flórens. Michelangelo heillaðist svo af höggmyndalistinni að það kom ekkert annnað til greina en að verða myndhöggvari þó örlögin réðu því að meðal hans frægustu verka eru freskur eins og í Sixtínsku kapellunni. Gengið 3-4 tíma. Gist næstu fjórar nætur á hóteli í Flórens og snætt á veitingastað í nágrenninu.
30.5. Flórens
4,dagur. Flórens er ein glæsilegasta lista- og menningarborg Ítalíu. Borgin er fræg fyrir að hafa alið marga helstu snillinga endurreisnarinnar á sviði vísinda, heimspeki og lista, svo sem Leonardo da Vinci, Galileo Galilei, Michelangelo Buonarroti og Niccolò Machiavelli. Á götum og torgum eru einstök listaverk og byggingar. Um morguninn heimsækjum við áhugaverða staði borgarinnar með staðarleiðsögumanni svo sem kirkjuna Santa Maria Novella, Medici kapelluna í San Lorenzo baselikunni og einstakt gamalt apótek. Eftir hádegishlé verður farið í létta göngu upp í hæðirnar handan Arni-árinnar. Haldið er upp á Piazzale Michelangelo en þaðan er einstakt útsýni yfir borgina. Síðan er haldið áfram upp í San Miniato kirkjuna sem stendur einstaklega fallega fyrir ofan torgið. Á leiðinni til baka er komið við Branacci chapellunni sem er í Santa Maria del Carmine kirkjunni, þar eru einstakar freskur frá upphafi endurreisnartímanns. Gerð kapellunnar hófst árið 1386 og helstu listamenn hennar eru Masolino da Panicale, Masaccio, og Filippino Lippi. Kvöldmatur á veitingastað í bænum. 31.5. Ganga, matur og vínsmökkun í Chianti vínhéraðinu 5.dagur. Um morguninn er haldið með almenningsvagni frá Flórens um 50 mín.akstur til Greve sem er einn af fjórum fornu bæjum í Chianti klíkunni. Eftir stutta göngu um bæinn er haldið eftir ávölum hæðum héraðsins sem einkennast af vínekrum, cipristrjám og stórum búgörðum frá miðöldum. Á leiðinni gefst gott tækifæri til að fræðast um leyndarmál þessa einstaka og þekkta vínræktarhéraðs. Í hádeginu er stoppað í Montefioralle litlum og fallegum bæ sem trónir yfir sléttunni þar í nágrenninu snæðum við piknik hádegisverð. Síðan er gengið heim að skemmtilegum vínbúgarði þar sem bragðað er á Chianti vínum. Eftir það er göngunni haldið áfram til Panzano þar sem við fáum ríkulegan kvöldverð á Macelleria Cecchini – Panzano in Chianti . Þar er boðið upp á spennandi rétti. 1.6. Frjáls dagur í Flórens
6.dagur. Flórens er skemmtileg borg sem gaman er að ganga um og njóta og setjast niður á torgum, kaffihúsum og veitingastöðum en þar eru líka einstök menningarverðmæti. Hér eru dæmi um nokkra áugaverða staði. Dómkirkjan, Santa Maria Del Fiore, nefnd eftir liljunni, sem er í skjaldarmerki Flórens. Bygging hennar hófst 1296. Kúpullinn er frá 1420-34, er eftir Filippo Brunelleschi. San Maria Novella, Dóminikanakirkja frá 1278-1350. í gotneskum stíl. Í kór eru freskur eftir Ghirlandaio og samkvæmt ævisögu Micelangelos var hann nemandi Ghirlandiano þegar hluti þeirra var gerður.
Babtisterium. Átthyrnd kúlubygging, sem var reist yfir rústir frá rómverskum tíma á 11.-13.öld. Frægastar eru Þrjár gyltar hurðir með lágmyndum og nefndi Michelangelo þær hlið paradísar. (1330-1452). Loggia Dei Lanzi er klassísk bygging frá 1376-83. Áður notuð við opinberar athafnir í borginni.
Palazzo Vecchio, ráðhúsið frá 1298-1314, Vinstra megin við innganginn er nútímaútgáfa af 'Davíð' eftir Michelanglo
Galleria Degli Ufizzi Byggt 1560-74, fyrst sem stjórnsýsluhús og er núna málverkasafn með 4.500 myndum. 700 myndir eru sýndar hverju sinni og ná ævinlega yfir þróun flórenskrar menningar auk feneyskrar á svið málaralistar (+hollenzkrar og þýzkrar). Ponte Vecchio. Elzta brú borgarinnar (endurnýjuð 1345). Gullsmiðabúðir á brúnni.
San Lorenzo, elzta kirkja Flórens að upplagi utan borgarmúra. Byggð fyrst 393 af hl. Ambrosíusi. Endurreist á 11.öld. Líklega lagði Leonardo da Vinci hönd á plóginn 1472, þegar hann var tvítugur. Auk fjölmargra lista og menningarlegrlegra safna má benda sérstaklega á söfn um Leonardo Da Vinci,Galileo Galilei og Dante. Matur er ekki innifalinn þennan dag og þeir sem hafa áhuga fyrir að snæða á Lapi kránni sem Davíð Stefánsson rómaði svo mjög í ljóði sínu „Lapi listamannakrá.“ Þurfa að panta með mjög góðum fyrirvara.Ath þeir sem vilja nota þennan dag til að skoða Uffici safnið,Bargello með Davíð eða Dómkirkjuna þurfa að ákveða það og panta með góðum fyrirvara. 2.6: Florence-Vinci- gönguferð um Vinci.
7.dagur. Við yfirgefum Flórens og eftir um klukkutíma akstur er komið til bæjarins Vinci sem Leonardo da Vinci er kenndur við. Farið er í létta og skemmtilega gönguferð um dæmigert Toscana landslag sem einkennist af ólívulundum, ávölum hæðum, vínekrum og miðalda virkjum og kastölum. Tilfinningin er eins og maður sé að ganga inni í málverki því allstaðar blasa við einkennandi fyrirmyndir frá fjölmörgum listavekum endurreisnartímanns. Yfir öllu tróna hæðirnar sem hafa oftsinnins innblásið einum mesta snillingi síðustu alda nýjar hugmyndir og uppfinningar. Við munum fá innsýn í líf og sköpunarverk mannsins sem gerði bæinn Vinci heimsfrægan og heimsækjum 2 söfn sem eru tileinkuð honum. Leonardo safnið og æskuheimilis Leonardos sem er á hæð fyrir ofan bæinn. Gengið 8 kílómetra.
3.6: Bærinn Vinci fleiri söfn og brottför
Um morgunin gefst tími til að heimsækja Museo Leonardesco í Vinci áður en lagt er af stað út á flugvöll um hádegisbil en flogið er heim 20.40
verð:224.500
Innifalið: Flug, gisting með morgunverði 7 daga, kvöldverður 6 daga, piknik 4 daga, Vínsmökkun í Chanti héraðinu. Staðarleiðsögn tvo hálfa daga í Vinci og Flórens, íslensk fararstjórn og leiðsögn umhverfis og gönguleiðsögumanns. Allur flutningur á farangri, akstur milli staða og gistináttagjald.
Ekki innifalið: Aðrar máltíðir en þær sem hafa verið nefndar, það er tveir hádegisverðir og einn kvöldverður í Flórens, drykkir aðrir en vínsmökkun og miðar á söfn í Flórens.
Undanfarin ár hafa Göngu Hrólfur og Vitasport boðið upp á menningargönguferð í nágrenni Flórens og í borginni sjálfri. Þessar ferðir hafa tekist einstaklega vel og því full ástæða til að endurtaka leikinn. Fyrstu tvær næturnar er gist í hinum skemmtilega bæ Fiesole sem stendur um 300 metrum ofar en borginn. Um hann orti Davíð Stefánsson fallegt kvæði. Gengið verður um hæðirnar þar sem Leonardo da Vinci reyndi fyrst að fljúga og rústir frá tímum Etruska og Rómverja verða skoðaðar. Þá liggur leiðin til Flórens gegnum bæinn Settingnano en þar fæddist Michelangelo, hann ólst upp hjá steinhöggvarafjölskyldu og lærði þar listina að höggva stein. Góður tími gefst til að skoða Flórens bæði með staðarleiðsögumanni og á eigin vegum á frídegi. Einn daginn verður haldið í hið fræga Chianti vínræktarhérað, gengið eftir fornum stígum, bragðað á víni á vínbúgarði og snæddur spennandi kvöldverður áður en haldið er aftur til Flórens. Síðustu nóttina verður gist í bænum Vinci sem Leonardo da Vinci er kenndur við, gengið um einstakt landslag og fræðst um meistarann á söfnum sem helguð eru honum.
27.5.Keflavík-Fiesole
1 Dagur. Flogið frá Íslandi til Milano og komið þangað um 19.40, þá tekur við 4-5 tíma akstur til Fiesole. Þetta er skemmtilegur lítill bær með fallegar kirkjur, söfn og torg. Hann er 295 metrum ofan við Flórens og í 10 km fjarðlægð. Þó Fiesole sé nú hluti af borginni þá er bærinn í raun mun eldri en Flórens. Í Fiesole eru einstakar minjar frá tímum Etruska og Rómverja og fyrir ofan bæinn eru hæðirnar þar sem Leonardo da Vinci reyndi fyrst flug. Etruskar reistu þarna virkisbæ á 8.öld fyrir krist og enn má sjá rústir af hofi, borgarmúrum og grafhýsum frá þeim tíma. Þegar Rómverjum óx fiskur um hrygg yfirtóku þeir bæinn og efldu og enn stendur vel varðveittur rómverskur leikvangur og rústir af rómverskum böðum. Fiesole var í margar aldir í samkeppni við Flórens sem þó hafði yfirhöndina að lokum og á 14.öld bjuggu þar ríkir og valdamiklir Flórensbúar. Í Ítalíuför sinni kom Davíð Stefásson til bæjarinns og orti um hann kvæði þar sem segir meðal annars.; Fiesole við Flórens, er fátækur klausturbær. Á mörg hundruð ára múrum, mosinn í friði grær.... Fiesole við Flórens, er fegurst um sólarlag. Gistin Villa Bosconi http://www.villadeibosconi.it/ Eða sambærilegu hóteli. Kvöldmatur á veitingastað í nágrenninu.
28.5.Fiesole 2. dagur. Um morguninn er haldið í létta gönguferð með starðaleiðsögumanni sem fræðir okkur um bæinn og í hádeginu er sest niður á fallegum stað fyrir lautarverð. Við heimsækjum S. Francesco klaustur sem er á hæð ofan við bæinn en þaðan er fallegt útsýni yfir Flórens og sléttuna fyrir neðan. Í kjallara klaustursins er safn með einstökum minjum um dvöl Etruska á svæðinu. Þá er genginn hringur í bænum og meðal annars skoðaðar rómverskar rústir af baðhúsi, sundlaug og leikhúsi sem er notað fyrir tónleika á sumrin. Kvöldmatur á veitingastað í nágrenninu. Þægileg ganga 2-4 tíma.
29.5. Fiesole -Settignano
3.dagur. Haldið gangandi frá Fiesole til Settignano og þaðan til Flórens, farangur verður fluttur á hótel í Flórens. Michelangelo Bunorotti fæddist í Settingnano og vegna móðurmissis ólst hann þar upp hjá steinhöggvarafjölskyldu. (í dag Villa Michelangelo) Gengið er um landslag sem einkennir Toscana og við blasa ólívulundir, myndarlegir búgarðar og fallegt útsýni yfir Flórens. Fyrir ofan eru svo hæðirnar þar sem Leonardo da Vinci reyndi fyrst að fljúga árið1506. Leiðin liggur framhjá steinnámum sem hafa lagt til stein í margar stórbyggingar og hallir í Flórens í gegnum aldirnar. Ein af þessum námum var í eigu Bunorotti fjölskyldunnar. Faðir Michelangelos seldi „pietra serena“ sérstakan stein sem mikið var notaður í skreytingar á höllum í Flórens. Michelangelo heillaðist svo af höggmyndalistinni að það kom ekkert annnað til greina en að verða myndhöggvari þó örlögin réðu því að meðal hans frægustu verka eru freskur eins og í Sixtínsku kapellunni. Gengið 3-4 tíma. Gist næstu fjórar nætur á hóteli í Flórens og snætt á veitingastað í nágrenninu.
30.5. Flórens
4,dagur. Flórens er ein glæsilegasta lista- og menningarborg Ítalíu. Borgin er fræg fyrir að hafa alið marga helstu snillinga endurreisnarinnar á sviði vísinda, heimspeki og lista, svo sem Leonardo da Vinci, Galileo Galilei, Michelangelo Buonarroti og Niccolò Machiavelli. Á götum og torgum eru einstök listaverk og byggingar. Um morguninn heimsækjum við áhugaverða staði borgarinnar með staðarleiðsögumanni svo sem kirkjuna Santa Maria Novella, Medici kapelluna í San Lorenzo baselikunni og einstakt gamalt apótek. Eftir hádegishlé verður farið í létta göngu upp í hæðirnar handan Arni-árinnar. Haldið er upp á Piazzale Michelangelo en þaðan er einstakt útsýni yfir borgina. Síðan er haldið áfram upp í San Miniato kirkjuna sem stendur einstaklega fallega fyrir ofan torgið. Á leiðinni til baka er komið við Branacci chapellunni sem er í Santa Maria del Carmine kirkjunni, þar eru einstakar freskur frá upphafi endurreisnartímanns. Gerð kapellunnar hófst árið 1386 og helstu listamenn hennar eru Masolino da Panicale, Masaccio, og Filippino Lippi. Kvöldmatur á veitingastað í bænum. 31.5. Ganga, matur og vínsmökkun í Chianti vínhéraðinu 5.dagur. Um morguninn er haldið með almenningsvagni frá Flórens um 50 mín.akstur til Greve sem er einn af fjórum fornu bæjum í Chianti klíkunni. Eftir stutta göngu um bæinn er haldið eftir ávölum hæðum héraðsins sem einkennast af vínekrum, cipristrjám og stórum búgörðum frá miðöldum. Á leiðinni gefst gott tækifæri til að fræðast um leyndarmál þessa einstaka og þekkta vínræktarhéraðs. Í hádeginu er stoppað í Montefioralle litlum og fallegum bæ sem trónir yfir sléttunni þar í nágrenninu snæðum við piknik hádegisverð. Síðan er gengið heim að skemmtilegum vínbúgarði þar sem bragðað er á Chianti vínum. Eftir það er göngunni haldið áfram til Panzano þar sem við fáum ríkulegan kvöldverð á Macelleria Cecchini – Panzano in Chianti . Þar er boðið upp á spennandi rétti. 1.6. Frjáls dagur í Flórens
6.dagur. Flórens er skemmtileg borg sem gaman er að ganga um og njóta og setjast niður á torgum, kaffihúsum og veitingastöðum en þar eru líka einstök menningarverðmæti. Hér eru dæmi um nokkra áugaverða staði. Dómkirkjan, Santa Maria Del Fiore, nefnd eftir liljunni, sem er í skjaldarmerki Flórens. Bygging hennar hófst 1296. Kúpullinn er frá 1420-34, er eftir Filippo Brunelleschi. San Maria Novella, Dóminikanakirkja frá 1278-1350. í gotneskum stíl. Í kór eru freskur eftir Ghirlandaio og samkvæmt ævisögu Micelangelos var hann nemandi Ghirlandiano þegar hluti þeirra var gerður.
Babtisterium. Átthyrnd kúlubygging, sem var reist yfir rústir frá rómverskum tíma á 11.-13.öld. Frægastar eru Þrjár gyltar hurðir með lágmyndum og nefndi Michelangelo þær hlið paradísar. (1330-1452). Loggia Dei Lanzi er klassísk bygging frá 1376-83. Áður notuð við opinberar athafnir í borginni.
Palazzo Vecchio, ráðhúsið frá 1298-1314, Vinstra megin við innganginn er nútímaútgáfa af 'Davíð' eftir Michelanglo
Galleria Degli Ufizzi Byggt 1560-74, fyrst sem stjórnsýsluhús og er núna málverkasafn með 4.500 myndum. 700 myndir eru sýndar hverju sinni og ná ævinlega yfir þróun flórenskrar menningar auk feneyskrar á svið málaralistar (+hollenzkrar og þýzkrar). Ponte Vecchio. Elzta brú borgarinnar (endurnýjuð 1345). Gullsmiðabúðir á brúnni.
San Lorenzo, elzta kirkja Flórens að upplagi utan borgarmúra. Byggð fyrst 393 af hl. Ambrosíusi. Endurreist á 11.öld. Líklega lagði Leonardo da Vinci hönd á plóginn 1472, þegar hann var tvítugur. Auk fjölmargra lista og menningarlegrlegra safna má benda sérstaklega á söfn um Leonardo Da Vinci,Galileo Galilei og Dante. Matur er ekki innifalinn þennan dag og þeir sem hafa áhuga fyrir að snæða á Lapi kránni sem Davíð Stefánsson rómaði svo mjög í ljóði sínu „Lapi listamannakrá.“ Þurfa að panta með mjög góðum fyrirvara.Ath þeir sem vilja nota þennan dag til að skoða Uffici safnið,Bargello með Davíð eða Dómkirkjuna þurfa að ákveða það og panta með góðum fyrirvara. 2.6: Florence-Vinci- gönguferð um Vinci.
7.dagur. Við yfirgefum Flórens og eftir um klukkutíma akstur er komið til bæjarins Vinci sem Leonardo da Vinci er kenndur við. Farið er í létta og skemmtilega gönguferð um dæmigert Toscana landslag sem einkennist af ólívulundum, ávölum hæðum, vínekrum og miðalda virkjum og kastölum. Tilfinningin er eins og maður sé að ganga inni í málverki því allstaðar blasa við einkennandi fyrirmyndir frá fjölmörgum listavekum endurreisnartímanns. Yfir öllu tróna hæðirnar sem hafa oftsinnins innblásið einum mesta snillingi síðustu alda nýjar hugmyndir og uppfinningar. Við munum fá innsýn í líf og sköpunarverk mannsins sem gerði bæinn Vinci heimsfrægan og heimsækjum 2 söfn sem eru tileinkuð honum. Leonardo safnið og æskuheimilis Leonardos sem er á hæð fyrir ofan bæinn. Gengið 8 kílómetra.
3.6: Bærinn Vinci fleiri söfn og brottför
Um morgunin gefst tími til að heimsækja Museo Leonardesco í Vinci áður en lagt er af stað út á flugvöll um hádegisbil en flogið er heim 20.40
verð:224.500
Innifalið: Flug, gisting með morgunverði 7 daga, kvöldverður 6 daga, piknik 4 daga, Vínsmökkun í Chanti héraðinu. Staðarleiðsögn tvo hálfa daga í Vinci og Flórens, íslensk fararstjórn og leiðsögn umhverfis og gönguleiðsögumanns. Allur flutningur á farangri, akstur milli staða og gistináttagjald.
Ekki innifalið: Aðrar máltíðir en þær sem hafa verið nefndar, það er tveir hádegisverðir og einn kvöldverður í Flórens, drykkir aðrir en vínsmökkun og miðar á söfn í Flórens.