Vegna forfalla eru tvö sæti laus þann 22 september næst komandi í einstaklega skemmtilega gönguferð um Sierra Nevadafjallgarðurinn í Andalúsíu á Spáni. Þetta svæði var síðasta vígi Máranna og bera þorpin og mannlífið þess merki. Gengið er um frjósama dali, fallegar fjallshlíðar og einstök hvítkölkuð þorp. Loftslagið hentar vel til að þurka hina einstöku fjallaskinku "jamon serrano" og eru þorpið Trevelez og fleiri á svæðinu fræg fyrir framleiðslu hennar.Hvernig væri að skella sér með? Nánari upplýsingar Vita sportdeild sími 4704444 https://vita.is/ferd/fjallastigar-andalusiu tonsport@vita.is Sportdeildin
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|