Áhugaverð og ólík þemu í gönguferðum Göngu-HrólfsVorferðir Göngu Hrólfs 2018 eru ólíkar og spennandi.
Hefurðu áhuga á Ítölsku víni, íslenskum miðaldapílagrímum,Flórens, Leonardo da Vinci og Michelangelo, eða ítalskri matargerð. Þetta eru þemu í Gönguferðum Göngu-Hrólfs. Kannske eitthvað fyrir þig? Vínsmökkun og léttar gönguferðir heim á vínbúgarða í Umbríu og Toscana 05.-12. Maí. Ferð unnin í samvinnu við Dominique Pledel í Vínskólanum. Farið í heimsók á spennandi búgarða og m.a bragðað á Montepulsiano Nobili DOCG og Brunello Montalcino DOCG vínum. https://vita.is/ferd/vinsmokkun-og-lettar-gongur Pílagrímaganga milli Lucca og Siena með Magnúsi Jónssyni sagnfræðingi 12.-21. maí Fetað i fótspor Nikulásar ábóta frá Munakaþverá sem lýsti pílagrímaleiðinni til Rómar 1154. Magnús Jónsson fræðir göngumenn um fjölmargra aðra íslenskra pílagríma sem fóru til Rómar á miðöldum. https://vita.is/ferd/pilagrimaganga-fra-lucca-til-siena-i-mai Menningargönguferð í nágrenni Flórens, Leonardo da Vinci og Micelangelo 28.maí-4.júní. Gengið um hæðirnar umhverfis Flórens og Vinci og fræðst um endurreinsartímabilið, Medici fjölskylduna og Micelangelo og Leonardo da Vinci. fá sæti laus https://vita.is/ferd/gonguferd-i-florens-og-nagrenni Gengið í Garfagnanadalnum og fræðst um sögu svæðisins. 04-11 júní Farið upp á fjallatoppa og milli þorpa í Garfagnandalnum sem stundum hefur verið kallaður eitt best geymda leyndarmál Toscana. Uppselt https://vita.is/ferd/gonguferd-toscana Sælkeragönguferð matargerð og gönguferðir í Toscana 11-20 júní Eldað í eldhúsinu á hótel La Baita,kryddjurtir týndar,farið í vínsmökkun, borðað á einstöku „slow food“ veitingahúsi og gengið um undurfagurt landslag. https://vita.is/ferd/saelkeraferd-um-toscana Nánari upplýsingar: http://www.gonguhrolfur.com https://vita.is/gongu-og-saelkeraferdir
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|