Gleðilegt jól og farsælt komandi ár og takk fyrir samveruna á árinu.Kæru Göngu-Hrólfar annað árið í röð hefur ekki verið hægt að fara í spennandi gönguferðir á erlendri grundu. Eins og í fyrra lagði Göngu-Hrólfur áherslu gönguferðir á heimaslóð og saman höfum við farið í all nokkrar skemmtilegar göngur, svo sem í Laugardalnum, að Esjubergi, umhverfis Bæ í Borgarfirði, að Helgufossi og ekki má gleyma einstaklega skemmtilegri ferð fram og til baka yfir Hellisheiði.
Við þökkum ykkur öllum sem genguð með okkur hjartanlega fyrir skemmtilega samveru. Hvað varðar gönguferðir erlendis eru smá blikur á lofti en vonandi komumst við saman út fyrir landsteinana strax í vor. Með þá von í brjósti hafa verið skipulagðar þrjár ferðir í vor og sumar og eina í haust en önnur til viðbótar er í vinnslu. Montserrat og nágrenni Barselóna, laus sæti. https://vita.is/ferd/gonguferd-um-montserrat, Pílagrímaganga um Cisa skarðið, 2 sæti laus. https://vita.is/ferd/pilagrimaganga-um-cisa-skardid Gönguferð í Toscana,laus sæti. https://vita.is/ferd/gonguferd-toscana Gönguferð á Santorini verður 9.-20. september og fer í sölu fljótlega eftir áramót. Pílagrímaganga til Rómar er til athugunar í október Ferðirnar eru seldar hjá Vita.is en endilega fylgist með hjá; gonguhrolfur.com og Göngu Hrólfur facebook
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|