Ekki missa af sælkeragönguferðinni!Sælkeragönguferð Göngu Hrólfs 2018 er komin í sölu. Kynnið ykkur þessa spennandi ferð. Í fyrra seldist hún strax upp. Ekki missa af henni!!! Þátttakendur læra að elda mat úr héraðinu í eldhúsinu hjá þeim Möru, Róberto og Martínu í fjallahótelinu La Baita. Þá er líka farið út í móa til að tína grös og jurtir til eldamennskunnar og í léttar gönguferðir um nágrennið. Einnig er farið með lest og gengið í skemmtilegan vínbúgarð til að smakka á afurðunum. Síðan er gist í bænum Castelnuovo sem er miðstöð héraðsins. Á frídegi getur fólk slakað á eða farið með lest til hins fallega og spennandi bæjar Lucca. https://vita.is/ferd/saelkeraferd-um-toscana
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|