6. júní kl.10.30 Pílagrímaganga að Esjubergi og einstakt keltneskt útialtari.„Sagnir herma að það hafi staðið kirkja á Esjubergi fyrir kristnitöku árið 900. Í Landnámu (Sturlubók) segir að Örlygur Hrappson hafi fengið frá Patreki Suðureyjabiskupi „kirkjuvið ok járnklukku ok pleáríum og Gengin verður gömul þjóðleið að Esjubergi þar sem fyrsta kirkja landsins hefur væntanlega verið.
mold vígða“til að nota í kirkju sem reisa skyldi þar hann næmi land og eigna hinum helga Kólumba“ Kólumbi þessi eða Kólumkilli stofnaði klaustur á eyjunni Iona sem er við vesturströnd Skotlands, árið 563. Að Esjubergi hefur nýlega verið reist keltneskt útialtari til minnigar um þessa fyrstu kirkju. Fyrirmyndina er að finna í klausturkirkjunni á Iona. Það er sögufélagið Steini á Kjalarnesi sem stóð fyrir byggingunni og mun Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir þjóðfræðingur formaður félagsins segja frá tilurð altarisins. Mæting kl 10.30 við afleggjarann að skeiðvelli Hestamannafélagsins Harðar sem stofnað var 1950. Hann er rétt áður en komið er að viktarplaninu rétt við Blikdalsá. Þar verða greinilegar merkingar. Kort verður birt síðar. Þetta er létt ganga sem hefur verið stikuð en á kafla er farið um nokkuð ógreiðfært land eftir ógreinilegri slóð. Gengnir eru um 8 km og gera má ráð fyrir 3-4 tímum með stoppum. Verð 1000 kr greiðist á staðnum. Skráning og nánari upplýsingar steinunnf50@gmail.com P.s við minnum á pílagrímagönguna við Bæ í Borgarfirði sem verður 24.-25.júlí.
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|