Göngu-Hrólfar eru að leggja í hann, það er komið að þessari nýju og spennandi ferðÞann 15 apríl heldur galvarskur hópur Göngu- Hrólfa í fyrsta sinn til Barselóna til að ganga í fjallendi í nágrenni við borgina. Við hlökkum mikið til og munum deila upplifun okkar til áhugasamra því auðvitað er ætlunin að endurtaka leikinn að ári. Í ferðinni er gist í gömli pílagrímaklaustri við hlið kirkjunnar í Montserrat fjallinu. Hádegismatur snæddur á toppi fjallsins La Mola en þangað eru allar vistir fluttar á ösnum. Einstakt hús í anda Gaudi verður skoðað, bragðað á víni og framleiðslu héraðsins ,gist í borginni Terrassa og fleira og fleira .
Í hinu einstaka fjallendi Montserrat sem er aðeins í 60 km. frá Barselóna, teygja turnlaga fjallatopparnir sig í átt til himins og minna helst á sög en Serrat þýðir skorið eða tennt fjall. Í fjöllunum er frægt klaustur og kirkjan Santa Maria de Montserrat með sína svörtu Madonnu, verndardýrling musterisins. Sant Llorenç del Munt friðlandið er spennandi landsvæði sem einkennist af grófu og veðruðu landslagi með háum klettaveggjum og djúpum giljum. Þaðan er útsýni yfir á sérskennilegar strítur og toppa Montserrat fjallgarðsins. Að lokum er gengið í Montseny friðlandinu sem er á skrá UNESCO vegna einstakts lífríkis og dýralífs
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|