Montserrat um páska, Vín-ganga,Lucca-Siena pílagrímaganga og FlórensgangaFjórar frábærar gönguferðir Göngu Hrólfs í apríl og maí 2019 komnar í sölu hjá Vita.is Páskar í Montserrat og þjóðgörðum í nágrenni Barselóna 15.-22.april 2019 Ný og spennandi ferð um þjóð- og nátttúrugarða í nágrenni Barselóna. Gengið í hinu einstaka fjallendi Montserrat og náttúrugörðunum Sant Llorenç del Munt og Montseny. Hver garður býr yfir sérstæðri náttúru og aðdráttarafli. https://www.gonguhrolfur.com/montserrat.html Vínsmökkun og léttar gönguferðir í Umbríu og Toscana 05.-12. Maí 2019 Ferð unnin í samvinnu við Dominique Pledel í Vínskólanum. Farið í heimsók á spennandi búgarða og m.a bragðað á Montepulsiano Nobili DOCG og Brunello Montalcino DOCG vínum. https://vita.is/ferd/vinsmokkun-og-lettar-gongur, https://www.gonguhrolfur.com/viacuten-ganga.html Pílagrímaganga Lucca- Siena 12.-21. maí Fetað i fótspor Nikulásar ábóta frá Munakaþverá sem lýsti pílagrímaleiðinni til Rómar árið 1154. Magnús Jónsson fræðir göngumenn um fjölmarga íslenskra pílagríma sem fóru til Rómar á miðöldum. https://vita.is/ferd/pilagrimaganga-fra-lucca-til-siena-i-mai https://www.gonguhrolfur.com/mainphp.html Flórens gönguferð, Leonardo da Vinci og Micelangelo 27.maí-3.júní. Gengið um hæðirnar umhverfis Flórens og Vinci og fræðst um endurreinsartímabilið, Medici fjölskylduna, Micelangelo og Leonardo da Vinci. https://vita.is/ferd/gonguferd-i-florens-og-nagrenni , https://www.gonguhrolfur.com/floacuterens.html Upplýsingar og bókanir hjá Vita í síma 5704453, siljarun@vita.is,Göngu-Hrólfur fésbók, https://vita.is/gongu-og-hjolaferdir , https://www.gonguhrolfur.com/
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|