Einstakt klaustur og móderniskar byggingar .Eins og fram kom nýlega hér á f.b. þá vinna Göngu Hrólfur og Vita.is að því að koma á fót gönguferð um þjóðgarða í nágrenni Barselóna. Samskonar ferð var farin var 2019 og til stóð að fara aðra 2020 en sú ferð féll niður vegan Covid. Við höfum fengið flug til og frá Barselóna þann 25.4 -2.5.2022 en endanleg útfærsla ferðarinnar og verð er í vinnslu. Stefnt er að því að gera sem minnstar breytingar á upphaflegu plani og sendum við hér link fyrir ferðina sem fara átti 2020. https://www.gonguhrolfur.com/montserrat.html Auk þess sem búið verður í húsnæði klausturs sem stofnað var á áttundu öld og að hluta til fellt inn í bergið þá verður einnig gist í borginni Terassa sem var mikilvægur hlekkur í iðnbyltingu Spánar. Í ferðinni verður miðborgin Terassa skoðuð og m.a. mjög sérstætt hús „La Freixa“ frá 1907. Það er gott minnismerki um modernismann sem hafði mikil áhrif í Katalóníu og sérstaklega Barselóna á tímabilinu 1888-1911. . Þessi stefna birtist sérstaklega í arkitektúr en einnig í málara- og höggmyndalist sem og í ljóðlist og fl. Þekktasti modernistinn í Katalóníu var Antóni Gaudi
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|