Fjölbreytt og skemmtieg gönguferð 17.-24.apríl 2023Kæri Göngu Hrólfur.
Það eru enn laus sæti í Gönguferð Göngu Hrólfs í Montserrat fjallgarðinum og fleiri náttúrugörðum í nágrenni Barselóna dagana 17.-24.apríl 2023 bjóða. Þetta er er mjög fjölbreytt og skemmtileg ferð sem kemur svo sannarlega á óvart. Gengið er um hinn einkennilegu Montserrat fjöll þar sem dvalið verður þrjár nætur einnig er gist í bænum Terrassa sem er einstaklega áhugaverður Katalónskur bær með sérstæðum byggingum. Snætt verður í gömlu klaustri á flallatoppi og gengið um hið áhugaverða friðland Montseny svo nokkuð sé nefnt. Ekki missa af frábærri ferð. https://www.gonguhrolfur.com/montserrat.html
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|