https://vita.is/ferd/gonguferd-i-florens-og-nagrenni Þessi hamingjusömu hjón sem eru að verða 80 ára unnu ung sem verkamenn á vínbúgarðinum Vallone de Cecione en um 1970 gátu þau keypt landið. í dag rekur sonur þeirra búgarðinn sem er með lífræna biodinamiska framleiðslu. Á merkimiðum vínsins eru myndir frá fyrstu árum foreldranna og uppvaxtarárum hans sjálfs. Einstaklega skemmtileg og falleg hönnun. Búgarðurinn er í hinni svokölluðu "Gullnu skál" sem er mjög frjósamur hluti svæðisins og flestir aðrir búgarðar á þessu svæði eru í eigu stórfyrirtækja. Það er einstaklega skemmtilegt að ganga um þetta ævintýraland, heimsækja þessa geislandi fjölskyldu og bragða á framleiðslunni.
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|