VITA kynnir tvær gönguferðir á sama stað og sama tíma, 15.- 22. júní.
Spennandi sambland af gönguferðum þar sem listaunnendur og sælkærar finna eitthvað við sitt hæfi. Gönguferð fyrir listunnendur Gönguferð fyrir listinaÍ samvinnu við VIA-art og Valgerði Hauksdóttur myndlistarmann verður nú einnig boðið upp á námskeið í myndlist. Slegist verður í för með sælkera gönguhópnum, dvalið á sömu hótelum í bæjunum Corfino og Castelnouvo.Verð á mann í tvíbýli: 261.500.- krSjá nánar Gönguferð fyrir sælkera. önguferð sælkeraGöngu-Hrólfur hefur boðið upp á gönguferðir og sælkeragönguferðir til Toscana í allmörg ár. Þátttakendur fara í léttar gönguferðir um undurfallegt land, læra að elda mat úr héraðinu og fara út í móa til að tína grös og jurtir til eldamennskunnar. Verð á mann í tvíbýli: 219.500.- krSjá nánar
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|