Spennandi gönguferð 11.7. mæting kl.11.00 á bílastæðinu P3Kæru Göngu Hrólfar!
Nú er bara vika í Þingvallagönguna okkar. Við ætlum að ganga í fótspor fólksins sem bjó á Þingvöllum og bænum Skógarkoti um og upp úr 1800. Frá því er sagt í bók Björns Th.Björnssonar “Hraunfólkið” en hann er afkomandi þess. Á Þingvöllum voru prestar úr sömu fjölskyldu í um 60 ár. Í Skógarkoti bjó hreppstórinn Kristján Magnússon mikill framkvæmdamaður á öllum sviðum, lét ryðja vegi og byggja hús og átti börn með að minnsta kosti tveimur konum sem báðar bjuggu á sama heimili. Mætin kl.11 á bílastæðinu P3 það er ofan við gjárnar ekki langt frá Öxará. Gangan er 10 km. að mestu á jafnsléttu og góðum stígum . Gera má ráð fyrir 4-5 tímum með stoppum. Þátttökugjald er 1000 kr. Bókun og upplýsingar steinunnf50@gmail.com
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|