Hefur þú áhuga á pílagrímagöngum? Hvernig væri að ganga í fótspor íslenskra pílagríma miðalda ,frá Lucca til Siena 13.-21 maí 2017 ?Magnús Jónsson sagnfræðingur verður með námskeið um suðurgöngur Íslendinga á miðöldum hjá endurmenntun Háskóla Íslands 16,23 feb og 2. mars. Það er upplagt fyrir áhugasama að sækja námskeiðið og gagna svo í fótspor forfeðranna í maí. Magnús hefur þegar farið með tvo hópa þessa leið og tókust þær einstaklega vel. Gengið er um rómuð héruð Toscana og m.a gist í Lucca , Sangimnignano og Siena. Í haust verður svo haldið áfram frá Siena-eða Viterbo til Rómar og gengnir síðustu 100 kílómetrarnir. Upplýsingar: https://vita.is/ferd/pilagrimaganga-fra-lucca-til-siena-i-mai
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|