Skemmtilegar gönguferðir, gist í uppgerðu eyðiþorpi,vínsmökkun,"slow food" veitingastaðu og margt fleira Fróðleikur um landslag, sögu og menningu Garfagnanadalsins sem sagður hefur verið best geymda leyndarmál Toscana. Enn bjóða Göngu Hrólfur og Vita upp á hina einstaklega skemmtilegu og fróðlegu gönguferð í Garfagnanadalnum í Toscana. Auk þess að ganga á hið skemmtilega fjall Pania De Corfino og um undurfagurt landslag dalsins er fræðst um byggðarsögu héraðsins, farið á veitigastað sem sérhæfir sig í mat úr heimabyggð og bragðað á víni úr sveitinni. Gist í litlu fjallaþorpi, hinum einstaka miðaldabæ Barga og í uppgerðu eyðiþorpi hátt uppi í fjallshlíð. Fararstjóri:Steinunn Haraðardóttir, staðarleiðsögumaður Matteo Zamboni. Verð 249.500 nánast allt innifalið. https://vita.is/ferd/gonguferd-toscana
1 Comment
|
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|