Hvernig líst ykkur á að ganga saman fram og til baka yfir Hellisheiðina í sumar? Hugmyndin er að aka að Hellisheiðarvirkjun,skilja bílinn eftir og ganga meðfram Henglinum til Hveragerðis. Leiðin liggur um slétta velli, þröng gil, framhjá sjóðandi hverum og fjallaskálum niður í Reykjadal. Þar er hægt að baða sig eða fara í fótabað áður en haldið er síðustu kílómetrana í bæinn. Gista síðan á Hótel Örk eða einhverju öðru hóteli í bænum, njóta samveru, borða góðan kvöldverð og gefa sér góðan tíma fyrir morgunverðinn áður en haldið er til baka en aðra leið. Farið verður eftir gamla veginum um Kambana og gömlu vörðuðu þjóðleiðinna, um Hamraskarð og niður að Hellisheiðarvirkjun. Fyrri dagleiðin er um 20 km en seinni dagleiðin um 12 km.
Áætluð tímasetning er 19.-20.júní, það er þó ekki fastsett.
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|