Einstaklega spennandi gönguhelgi á Hellisheiði með Göngu Hrólfi í sumarHellisheiði er einstakur ævintýraheimur rétt við bæjardyr höfuðborgarbúa. Um Heiðina, sem er um 100m2 liggja fjölmargar leiðir og slóðir bæði nýlegar og margra alda gamlar. Sumar eru stikaðar eða varðaðar aðrar mjög ógreinilegar. Fólk víða af landinu, á leið í verið eða í kaupstað fór um þetta svæði og af mörgum þeim ferðum eru til dramatískar sögur. Þarna er eitt stæsta háhitasvæði landsins og er það nýtt til upphitunar vatns og til raforkuvinnslu. Samhliða virkjunarframkvæmdum voru margar gömlu leiðirnar stikaðar og nýjum leiðum bætt við. Með því býðst göngufólki einstök upplifun í fallegri náttúru þar sem spennandi jarðfræði og dramatísk saga tengist hverju spori. Áhugasamir fá nú tækifæri til að fara með Göngu Hrólfi um þennan ævintýraheim og ganga spennandi leið til Hveragerðis frá Hellisheiðarvirkjun, gista í Hveragerði og fara svo aðra leið til baka.
Tilhögun: Um er að ræða um 20-21 km göngu þann 19. Júní. engið er frá Hellisheiðarvirkjun til Hveragerðis um Hengladali og Reykjadal. Síðan er haldið til baka þann 20. Júní og gengið eftir gamla þjóðveginum um Kamba og vörðuðu leiðinni yfir Heiðina um 12 -14.km að Hellisheiðarvirkjun. Fólk kemur sér sjálft að Hellisheiðarvirkjun þann 19. Júni. Þar er hægt að skilja eftir bíla og sækja næsta dag að göngu lokinni. Þeir sem vilja geta gist á hótel Örk, farið í sund gufu og heita potta, snætt saman góðan kvöldverð og notið morgunverðar í rólegheitum áður er lagt er af stað til baka. Hafið samband við steinunnf50@gmail.com til að fá nánari upplýsingar um verð og ferðatilhögun og til að sjá tilboð frá Hótel Örk og sjá tilboð frá hótel Örk.
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|