Kæru Pílagrímar og Göngu-Hrólfar.
Við erum byrjuð að undirbúa gönguferðir næsta sumar og eru tvær á teikniborðinu. Ekki er þó enn hægt að skipuleggja ferðir að fullu þar sem mörg hótel og fyrirtæki hafa lokað. Það eru komnar dagsetningar á tvær ferðir á ítalíu: Pílagrímganga- Úr Cisaskarði um Apenninafjöll að Miðjarðarhafi. 25/28.maí-4.júní 2022 Cisaskarðið og Appennianafjöllin er einstaklega spennandi hluti pílagrímaleiðarinnar til Rómar sem tugir Íslendinga gengu á miðöldum. Þegar hafa Göngu Hrólfur og Vita sport boðið upp á gönguferðir úr St. Bernharðsskarði og um Aostadalinn, milli Lucca og Siena og síðustu 120 km til Rómar. Árið 990 lýsti Sigríkur erkibiskup af Kantaraborg áfangastöðum sínum á göngu til Rómar. Leið hans sem liggur frá Englandi gegnum Frakkland, Sviss og Ítalíu hefur verið kölluð Via Francigena. Hún er 1700 km. og 89 áfangar ef gengnir eru 20 km á dag. Við förum í fótspor hans en þó einkum Nikulásar ábóta frá Munkaþverá “Munkaþvérárleið”. Nikulás gekk til Rómar frá Íslandi og lýsti leiðinni í ritinu “Leiðarvísir og borgarskipulag” árið 1154. Að þessu sinni höldum við yfir Appenninafjöll um Cisaskarðið. Þetta er einstaklega falleg og fáfarin leið um fjöll og dali,yfir skörð (Cisa 1030mys) um miðaldabæi og þorp alla leið niður að sjó til hinnar fornu rómversku hafnarborgar Luna. Farið er um Emilia Romagna,Toscana og Liguria allt mikilvæg héruð á Ítalíu sem þekkt eru fyrir matargerð.Hér er linkur um ferðina fyrir tveimur árum. Ferðin 2022 verður með svipuðu sniði en ljóst er að það þarf að gera ýmsar breytingar. https://www.gonguhrolfur.com/cisaskarethieth-piacutelagriacutemaganga.html Gönguferð í Garfagnanadalnum Toscana 13.-20.júní 2022 Norðvestur Toscana er af mörgum talið eitt best varðveitta leyndarmál Ítalíu. Það eru liðin 20 ár síðan Göngu Hrólfur bauð fyrst upp á gönguferð á þennan spennandi stað. Þá var gist nokkra daga í fjallaskála í Puntadodalnum í Apuan ölpunum. Nú er gengið upp í þennan heillandi dal í nýrri ferð á þessar slóðir og lögð er áhersla að kynnast héraðinu og fólkinu sem best. Meðfylgjandi er linkur með útfærslu ferðarinnar fyrir tveimur árum. Ferðin verður í grunnin með sama sniði en það getur orðið breyting á gististöðum og gönguferðum í tengslum við þá. https://www.gonguhrolfur.com/toscana.html tefnt er að því að fara í gönguferð í Montserratfjöllunum í Katalóníu í vor en ekki hefur enn fengist flug. Þá er áætluð ferð til Santorini í september og pílagrímaganga síðustu kílómetrana til Rómar í október.En það er of snemmt að leita að flugi fyrir þær ferðir
2 Comments
June Eva Clark
12/17/2021 02:21:06 pm
Verður farið/planað að fara til Santorini nk haust 2022? Vorum þjár skráðar í 2021 ferðina sem var því miður felld niður og langar enn.
Reply
Steinunn Harðardóttir
12/17/2021 02:41:27 pm
Sæl June það verður ferð til Santorini um miðjan September hún er í vinnslu ogf fer í sölu strax eftri áramótin. Allir sem vou bókaðir áður verða látnir vita.
Reply
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|