Ein vinsælasta gönguferð Göngu Hrólfs,spænskir þjóðgarðar Pýreneafjalla komin aftur á dagskrá.Gönguferð í spænsku þjóðgörðum Pyreneafjallanna 2.-9. júlí 2020
Gengið er um tvo þjóðgarða Spánar í Pýreneafjallgarðinum. „Aigüestortes y Sant Maurici“ sem er í Katalóníu og „Ordesa y Monte Perdido“ sem er í Aragóníu. Farið verður um landslag þar sem há fjöllin rísa með hvassar eggjar yfir fagurbláum vötnum og djúpum dölum.. Gengið eftir gömlum þjóðleiðum á milli lítilla þorpa sem kúra eins og steinborgir í fjallshlíðunum. Húsin eru úr granít eða kalksteini og falla einstaklega vel inn í umhverfið. Rauð begóníublóm í gluggasillunum setja lit á gráa veggina sem rísa sitt hvoru megin við þröngar steinlagðar göturnar. Sérkennilegir ferkantaðir kirkjuturnar bera við himininn. https://vita.is/ferd/gonguferd-um-pyreneafjollin
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|