Göngu-Hrólfur á heimaslóð. Mosfell í Mosfellsdal fimmtudaginn 11.júní kl.17.30![]() Safnast er saman á Dalsá sem er norðan undir Helgafelli. Þaðan er gengið spölkorn á stíg meðfram þjóðveginum en síðan haldið upp á fjallið og yfir það.(216 m.y.s) Komið er niður í Skammadal sem er ævintýraland með matjurtagörðum og garðhúsum sem sum minna á dúkkhús. Þá er gengið gegnum dalinn og niður að Dalsá. Gangan sem er rúmir 6 kílómetrar ætti að taka um tvo tíma. Á Dalsá skoðum við garðinn sem er einstaklega skemmtilegur. Þar rekur Jóhanna B. Magnúsdóttir garðyrkjustöð, ræktar lífrænt grænmeti og býður einnig upp á ýmis konar fræðslu og samkomur sem margar hverjar tengjast gróðri og náttúrunni. Jóhanna er garðyrkjufræðingur og á að baki menntun í waldorf - uppeldisfræði. Væntanlega eru eitthverjir orðnir svangir og því kærkomið að bragða á ljúfengri súpu úr lífrænu grænmeti að hluta til úr garðinum. Nánari upplýsingar og skráning á netfanginu steinunnf50@gmail.com
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|