Einstök ferð stefnum að því að endurtaka hana haustið 2020Guðríður Þorbjarnardóttir fæddist árið 980 á Laugabrekku á Snæfellsnesi . Hún var móðir fyrsta hvíta mannsins sem fæddist í Ameríku. Hún var einn mesti ferðagarpur miðalda.Sigldi til Grænlands og vínlands árið 1000. Sneri til Íslands og settist að í Glaumbæ í Skagafirði . Gekk til Rómar og settist síðan í helgan stein í Glaumbæ. Göngu- Hrólfur býður upp á einstaka ferð í fótspor þessarar víðförlu konu sem og annara miðaldapílagríma og einstakra fræðslu Magnúsar Jónssonar um pílagrímaferðir Íslendinga til Rómar.Gangan hefst í bænum Montefiascone og endar á Péturstorginu í Róm þar sem göngufólk fær aflátsbréf páfa. Þessi ferð er uppseld en fylgist með okkur haustið 2020
https://www.gonguhrolfur.com/montefiascone-rome.html https://vita.is/ferd/pilagrimaganga-siena-rome
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|