Í fótspor íslenskra pílagríma og aflausn páfa. https://vita.is/node/711
Undanfarin tvö ár hefur Magnús Jónsson sagnfræðingur haldið vinsæl námskeið um suðurgöngur Íslendinga á miðöldum og farið með þrjá gönguhópa frá Lucca til Siena áleiðis til Rómar. Í haust 15-25 október verður gengið frá Montefiascone til Rómar í fótspor íslenskra pílagríma. Leiðin liggur um einstaklega fallegt landslag, gamla sögufræga bæi eins og Viterbo og Sutri og framhjá fornum sprengigýgum og eldfjöllum. Gengnir verða um 125 kílómetrar en það er um það bil lágmark til að fá aflausn páfa.Upplýsingar og bókanir hjá Vita í síma 5704453 hannam@vita.is, Göngu-Hrólfur fésbókinn http://www.vita.is/, www.gonguhrolfur.com
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|