Suðurgöngur til Rómar voru einstaklega vinsælar meðal Íslendinga á miðöldum og eru fornsögurnar ríkar af frásögnum af slíkum ferðalögum. Einn ferðalanganna Nikulás Bergsson ábóti á Mukaþverá skrifaði einstakan leiðarvísi um suðurgöngur 1154. Í þessari 9 daga ferð þar sem gengið er frá Lucca til Siena um einstaklega fallegt landslag er fetað í fótspor Nikulásar og fleiri íslenskra göngumanna sem fóru þessa leið svo sem Auðar Vésteinsdóttur, Kára Sölmundarsonar og Flosa Þórðarsonar og fleiri. https://vita.is/ferd/pilagrimaganga-fra-lucca-til-siena-i-mai
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|