Þetta og mikið fleira í göngu og menningarferð í Andalúsíu,7-14 maí 2016
https://vita.is/ferd/ganga-og-menning-i-andalusiu Frjósamir dalir, vínekrur og möndlu og ólívulundir undir háum fjallatindum. Hvernig væri að fara með Göngu-Hrólfi í göngu og menningarferð Andalúsíu Ný og spennandi gönguferð í Andalúsíu er komin í sölu hjá Vitasport 7-14 maí. Eftir skemmtilega göngu um fjöll og dali Sierra Nevadafjallanna og hvítu þorpin í Alpujarras er gist 2 nætur í Granada þar sem hægt er að skoða hina frægu Alhambrahöll, fara á glæsilega flamengo sýningu, í arabískt bað eða bara njóta þessarar spennandi borgar sem er skemmtileg blanda af austri og vestri.
0 Comments
Leave a Reply. |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|