Lanzarote 6-16 júli og Santorini 21.sept.-1.okt. í undirbúningi.Framtíðin er enn óviss eins og allir vita en það er um að gera að búa í haginn og láta sig dreyma. Í sumar býður ferðaskrifstofan Víta upp á sólarlandaferðir til hinnar spennandi eldfjallaeyjar Lanzarote. Göngu-Hrólfi finnst upplagt að nota tækifærið og efna til gönguferðar á þessari sérsöku eyju. Þar varð gífulegt eldgos árið 1730-36. Hraun og aska þakti þriðja hluta eyjarinnar og breytti miklu fyrir lifnaðarhætti eyjasleggja. Unnið er að undirbúningi ferðar 6.-16.júlí.
Hin einstaka eldfjallaeyja Santorini hefur verið á dagskrá Göngu Hrólfs í nokkur ár og hafa ferðirnar þangað jafnan selst upp . Eyjan sprakk í loft upp fyrir um 3500 árum . Margra metra lag af ösku lagðist yfir hana og eyddi öllu lífi. Öll eyjan, mannvirki og mannlíf bera þess merki enn í dag. Við stefnum á ferð þangað 21.september til 1 október. FYLGIST MEÐ á facebókarsíðu Göngu Hrólfs og https://www.gonguhrolfur.com/
2 Comments
Það var einstaklega góð þátttaka í gönguferðum Göngu Hrólfs í nágrenni Reykjavíkur sem og pílagrímagöngum á Íslandi takk fyrir skemmtilega samveruKæru Göngu-Hrólfar árið sem er að líða hefur ekki boðið upp á spennandi gönguferðir á erlendri grundu. Í staðinn hefur Göngu-Hrólfur lagt áherslu á heimaslóð og saman höfum við farið í all nokkrar skemmtilegar göngur í nágrenni Reykjavíkur sem og í Eyjafirði og Grímsnesinu.
Við þökkum ykkur öllum sem genguð með okkur hjartanlega fyrir skemmtilega samveru. Vonandi getum við tekið upp þráðinn hér heima með hækkandi sól og fleiri bólusettningum. Hvað varðar gönguferðir erlendis er erfiðara að spá en vonandi komumst við saman út fyrir landsteinana seinni partinn í sumar eða í haust. Það er of snemmt að segja til um það, enn við erum bjartsýn og verðum tilbúin um leið og færi gefst fylgist því með. gonguhrolfur.com Göngu Hrólfur facebook Það var einstaklega góð þátttaka í gönguferðum Göngu Hrólfs í nágrenni Reykjavíkur sem og pílagrímagöngum á Íslandi takk fyrir skemmtilega samveruKæru Göngu-Hrólfar árið sem er að líða hefur ekki boðið upp á spennandi gönguferðir á erlendri grundu. Í staðinn hefur Göngu-Hrólfur lagt áherslu á heimaslóð og saman höfum við farið í all nokkrar skemmtilegar göngur í nágrenni Reykjavíkur sem og í Eyjafirði og Grímsnesinu.
Við þökkum ykkur öllum sem genguð með okkur hjartanlega fyrir skemmtilega samveru. Vonandi getum við tekið upp þráðinn hér heima með hækkandi sól og fleiri bólusettningum. Hvað varðar gönguferðir erlendis er erfiðara að spá en vonandi komumst við saman út fyrir landsteinana seinni partinn í sumar eða í haust. Það er of snemmt að segja til um það, enn við erum bjartsýn og verðum tilbúin um leið og færi gefst. Fylgist því með. Göngu Hrólfur facebook og https://www.gonguhrolfur.com/ Það var einstaklega góð þátttaka í gönguferðum Göngu Hrólfs í nágrenni Reykjavíkur sem og pílagrímagöngum á ÍslandiKæru Göngu-Hrólfar árið sem er að líða hefur ekki boðið upp á spennandi gönguferðir á erlendri grundu. Í staðinn hefur Göngu-Hrólfur lagt áherslu á heimaslóð og saman höfum við farið í all nokkrar skemmtilegar göngur í nágrenni Reykjavíkur sem og í Eyjafirði og Grímsnesinu.
Við þökkum ykkur öllum sem genguð með okkur hjartanlega fyrir skemmtilega samveru. Vonandi getum við tekið upp þráðinn hér heima með hækkandi sól og fleiri bólusettningum. Hvað varðar gönguferðir erlendis er erfiðara að spá en vonandi komumst við saman út fyrir landsteinana seinni partinn í sumar eða í haust. Það er of snemmt að segja til um það, enn við erum bjartsýn og verðum tilbúin um leið og færi gefst. Fylgist því með. Göngu Hrólfur facebook og https://www.gonguhrolfur.com/ ![]() Göngu-Hrólfur hyggst standa fyrir nokkrum stuttum gönguferðum á höfuðborgarsvæðinu nú á haustdögum. Sú fyrsta er í Búrfellsgjá laugardaginn 5.september. kl 14.00 þá er spáð björtu og fallegu veðri. Gengið er eftir gjánni eða hrauntröðinni sem er einstaklega falleg og vel varðveitt. Hún var friðuð nú nýverið. Á göngunni veltum við fyrir okkur myndun hennar og spennandi jarðfræði Reykjanesskagans. Í gjánni er falleg hraunrétt og hraunhellar sem við skoðum auðvitað. Búrfellsgjá er tæpir 3 km. og þar sem gengið er fram og til baka er gangan tæpir 6 km. Að mestu er gengið á jafnsléttu nema upp í gíginn þangað er um 100 m. hækkun. Gott er að gera ráð fyrir rúmlega þremur tímum í gönguna með stoppum og hafa með drykk og létt nesti. Mæting á stóra bílaplanið í Heiðmörk Garðabæjarmeginn sjá mynd. Þar sem ekki er gott að það séu mikið fleirri en 20-30 í göngunni er mikilvægt að þeir sem skrái sig mæti eða láti vita í tíma ef þeir komast ekki. Verð 1000 kr. greiðist á staðnum. Skráning og nánari upplýsingar steinunnf50@gmail.com Göngu Hrólfar fylgist meðGöngu Hrólfur hyggst fara í stuttar og hressandi gönguferðir á höfuðborgarsvæðinu á haustdögum. Markmiðið er að njóta saman fallegrar náttúru og leita upp áhugaverðan fróðleik um jarðfræði og sögu svæðanna sem farið er um. Þetta geta verið tveggja til fjögurra tíma göngur í rólegum takti. Við skoðum til dæmis Laugardalinn með tilliti til fjölbreyttrar og áhugaverðrar sögu dalsins. Förum um um króka og hliðarstíga í Elliðaárdalnum, göngum etir hinni einstöku og ný friðuðu Búrfellsgjá eða kringum Valahnjúka og skoðum Valaból og hinn sérstæða Músahelli.
Fylgist með. Ferðirnar geta verið ákveðnar með stuttum fyrirvara ef veðurspá er hagstæð. Ný og einstaklega spennandi pílagrímagönguferð á Íslandi![]() Nikulás Bergsson gekk til Rómar um 1150, hann skrifaði lýsingu á göngu sinni og kallaði ritið "Leiðarvísir og borgarskipan". Hann var ábóti í klaustrinu að Munkaþverá frá 1155-1159. Leiðarlýsing hans er ein af fáum síkum sem varðveitst hafa frá miðöldum og er leið hans kölluð Munkaþverárleið í Evrópu. Pílagrímar Göngu Hrólfs hafa gengið í fótspor Nikulásar áleiðis til Rómar í nokkur ár. Nú lítum við okkur nær og ætlum að ganga um frjósöm landbúaðarhéröð Eyjafjarðar til Akureyrar og áfram um Kræklingahlíð til Gása. Við gefum okkur að Nikulás hafi tekið far þaðan til Noregs . Síðan fór hann til Danmerkur og hóf göngu sína til Rómar. Öllum er velkomið að slást í hópinn. Nánari upplýsingar hér á síðunni og í netfanginu :steinunnf50@gmail.com Spennandi gönguferð 11.7. mæting kl.11.00 á bílastæðinu P3Kæru Göngu Hrólfar!
Nú er bara vika í Þingvallagönguna okkar. Við ætlum að ganga í fótspor fólksins sem bjó á Þingvöllum og bænum Skógarkoti um og upp úr 1800. Frá því er sagt í bók Björns Th.Björnssonar “Hraunfólkið” en hann er afkomandi þess. Á Þingvöllum voru prestar úr sömu fjölskyldu í um 60 ár. Í Skógarkoti bjó hreppstórinn Kristján Magnússon mikill framkvæmdamaður á öllum sviðum, lét ryðja vegi og byggja hús og átti börn með að minnsta kosti tveimur konum sem báðar bjuggu á sama heimili. Mætin kl.11 á bílastæðinu P3 það er ofan við gjárnar ekki langt frá Öxará. Gangan er 10 km. að mestu á jafnsléttu og góðum stígum . Gera má ráð fyrir 4-5 tímum með stoppum. Þátttökugjald er 1000 kr. Bókun og upplýsingar steinunnf50@gmail.com Gengið um Mosfellsdal á slóðir "Innansveitakróniku" og "Í túninu heima" eftir Halldór Laxnes.6/15/2020 Göngu-Hrólfur á heimaslóð. Gengið um skáldaslóðir í Mosfellsdal |
Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður og útvarpsmaðu r er hugmyndafræðingur og aðalfarðarstjóri Göngu Hrólfs og hefur leitt ferðir hans frá upphafi. Hún þróar og skipuleggur ferðirnar og hefur verið fararstjóri í ferðum í hefðbundnum takti á Majorka, Krit, í Toskana, Pyreneafjöllum, Slóvakíu ,Tyrkland ,Tenerife og í sælkeratakti í Toskana.Steinunn er félagsfræðingur að mennt og stýrði um árabil útvarpsþætti um náttúruna,útivist og ferðamál á Rás 1 og hefur í fjölmörg ár farið með ferðamenn vítt og breitt um Ísland.
|